Raunveruleikastjarnan og snyrtivörumógullinn Kylie Jenner er ekki lengur á lista yfir milljarðarmæringu samkvæmt tímaritinu Forbes.
Samkvæmt þeim hefur Jenner í raun aldrei verið milljarðamæringur.
Kylie Jenner náði þeim merka áfanga í mars á síðasta ári að verða yngsti „sjálfskapaði“ milljarðamæringur sögunnar. Nú segja forsvarsmenn tímaritsins að Jenner og fjölskylda hennar hafi „haft mikið fyrir því“ að blekkja tímaritið. Ítarleg frétt birtist á vef Forbes í dag.

Snyrtivörufyrirtæki Jenner, Kylie Cosmetics, hefur notið gífurlegra vinsælda, hún sagði það metið á 900 milljónir dala. Auk þess sagðist Jenner hafa sankað að sér í gegnum fyrirtækið margar milljónir og væri hún því metin á einn milljarð dollara.
Netverjar voru fljótir að bregðast við fréttinni og óska eftir viðbrögðum Jenner. Hún gefur lítið fyrir gagnrýni og segist aldrei hafa blekkt neinn.
what am i even waking up to. i thought this was a reputable site.. all i see are a number of inaccurate statements and unproven assumptions lol. i’ve never asked for any title or tried to lie my way there EVER. period
— Kylie Jenner (@KylieJenner) May 29, 2020
“even creating tax returns that were likely forged” that’s your proof? so you just THOUGHT they were forged? like actually what am i reading.
— Kylie Jenner (@KylieJenner) May 29, 2020
i can name a list of 100 things more important right now than fixating on how much money i have
— Kylie Jenner (@KylieJenner) May 29, 2020