Raunveruleikastjarnan og snyrtivörumógullinn Kylie Jenner er ekki lengur á lista yfir milljarðarmæringu samkvæmt tímaritinu Forbes.

Samkvæmt þeim hefur Jenner í raun aldrei verið milljarðamæringur.

Kylie Jenner náði þeim merka áfanga í mars á síðasta ári að verða yngsti „sjálf­skapaði“ milljarða­mæringur sögunnar. Nú segja forsvarsmenn tímaritsins að Jenner og fjölskylda hennar hafi „haft mikið fyrir því“ að blekkja tímaritið. Ítarleg frétt birtist á vef Forbes í dag.

„Ég hef aldrei beðið um neinn titil eða reynt að ljúga til um ákveðna stöðu. Lol,“ skrifaði Jenner á Twitter.

Snyrti­vöru­fyrir­tæki Jenner, Kyli­e Cos­metics, hefur notið gífur­legra vin­sælda, hún sagði það metið á 900 milljónir dala. Auk þess sagðist Jenner hafa sankað að sér í gegnum fyrir­tækið margar milljónir og væri hún því metin á einn milljarð dollara.

Netverjar voru fljótir að bregðast við fréttinni og óska eftir viðbrögðum Jenner. Hún gefur lítið fyrir gagnrýni og segist aldrei hafa blekkt neinn.