Þar er haft eftir Brynjólfi Jónssyni hjá Skógræktarfélaginu að einungis um 1% af skóglendi sé eftir í landi sem hafi fyrr á öldum verið þakið skógi. Brynjólfur segir að ágangur manna og búfjár sé aðalástæðan fyrir hnignun skóga sem og veðurfarið. Brynjólfur segist vonast til að hægt verði að rækta skóglendi á litlum svæðum hér og þar á Íslandi með auknum áhuga og stuðningi fyrirtækja eins og 66°Norður.

Samstarf Skógræktarfélagsins og 66°Norður miðar að því að rækta sameiginlega yndisskóga við Úlfljótsvatn til að binda kolefni og bæta umhverfið. Haft er eftir Helga Rúnari Óskarssyni, forstjóra 66°Norður, í fréttinni að hann hafi verið við Úlfljótsvatn þegar fyrstu 100 trjánum var plantað. Nú er fyrirtækið búið að gróðursetja 2.500 tré þar en markmiðið er 11.000 tré. Helgi Rúnar segist ætla að heimsækja svæðið reglulega og fylgjast með uppganginum í skógræktinni þar á næstu fimm árum.

Hér má sjá fréttina úr Forbes.