Helgarblaðið

Fór í síðustu Bloody Sunday gönguna

Sólveig Jónsdóttir gaf nýverið út sína aðra skáldsögu, Heiður. Þar fléttast örlög íslenskrar konu við átakasögu Norður-Írlands. Hugmyndin að söguþræðinum kviknaði þegar hún stundaði nám við Edinborgarháskóla.

Sólveig og eiginmaður hennar Atli Ragnar með dóttur þeirra Matthildi. Fréttablaðið/Ernir

   Sólveig Jónsdóttir rithöfundur er með meistaragráðu í þjóðernishyggju og þjóðernisátökum frá Edinborgarháskóla í Skotlandi, það var einmitt á námsárunum sem hún fékk hugmynd að nýrri skáldsögu sinni, Heiður.

Skáldsagan kom út í vikunni og segir af Heiði McCarron sem hefur ekki séð Dylan bróður sinn frá því að faðir þeirra fór með hann til Norður-Írlands sjö ára gamlan. Þegar hann hefur samband eftir 28 ára þögn og biður hana um hjálp hefst atburðarásin. Í bakgrunni eru átök sem áratugum saman héldu norður-írsku samfélagi í heljargreipum.

„Ég flutti út til Skotlands árið 2007. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á Norður-Írlandi og átakasögu þeirra. Ég fór að vinna á veitingahúsi með námi og þar voru margir Norður-Írar að vinna. Við fórum að spjalla, urðum vinir og ég komst smám saman að því hvað átökin þar hafa enn mikil áhrif á þá og samfélag þeirra.


Sólveig hélt útgáfuboð sitt í Eymundsson Austurstræti í liðinni viku.

Þannig að veitingahúsið sem þú vannst á reyndist líka skóli í sjálfu sér?

„Já, og ég fór stundum með vinnufélögunum til Norður-Írlands. Ég fór og hitti fjölskyldur þeirra og kynntist þeim. Það sem kom mér mest á óvart er hvað venjulegt fólk sem vildi búa í friði þurfti samt að búa við mikinn ófrið. Sprengjur og árásir á heimili þeirra. Þetta var í rauninni bara stríðsástand, á versta tímabilinu sem var frá 1968-1998, þá dóu  fleiri en 3.500 manns. Föðurbróðir góðs vinar míns var til dæmis  skotinn á Bloody Sunday. Þetta eru ekki bara dauðir stafir í sögubókum.

Ég fór með vinum mínum í síðustu Bloody Sunday gönguna árið 2011. Á meðan ég gekk fór ég að hugsa um að skrifa þessa skáldsögu.


Skáldsagan kom út í vikunni og segir af Heiði McCarron sem hefur ekki séð Dylan bróður sinn frá því að faðir þeirra fór með hann til Norður-Írlands sjö ára gamlan. Þegar hann hefur samband eftir 28 ára þögn og biður hana um hjálp hefst atburðarásin.

Þessi saga hefur alltaf verið í huga mér síðan ég flutti heim,“ segir Sólveig.

Ætlar hún að helga sig ritstörfum?

„Ég hef hug á því að helga mig ritstörfum í náinni framtíð. Ég hélt það væri of einangrandi að sinna ritstörfum í fullu starfi. Í seinni tíð finnst mér þetta eiga betur við mig, kannski ég sé orðinn meiri einfari. Mér finnst þetta að minnsta kosti mjög gaman og gefandi.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Helgarblaðið

Fékk alvarlegar hótanir og lögregla vaktaði húsið

Helgarblaðið

Ótrúleg saga Vivian Maier

Helgarblaðið

Delete-takkinn er aðaltakkinn

Auglýsing

Nýjast

Kim við Dra­ke: „Aldrei hóta eigin­manninum mínum“

ESB-bol Þor­gerðar Katrínar mis­vel tekið á þingi

Pólitískur undir­tónn í ein­stakri fata­línu Myrku

Breska konungs­fjöl­skyldan birtir jóla­korta­myndirnar

Blómin tala sig upp í met­sölu með Flóru Ís­lands

Stoppaði upp í gat á virðingu þingsins með Köku­skrímslinu

Auglýsing