Kórónu­veirufar­aldurinn hefur haft á­hrif á heims­byggðina alla og eru birtingar­myndir þessara á­hrifa alls­konar. Kona ein sem fór á blint stefnu­mót á dögunum þurfti að dúsa á heimili mannsins í fjóra daga eftir að yfir­völd skelltu á fyrir­vara­lausu út­göngu­banni í ljósi fjölgunar smita.

CBS greinir frá því að konan, sem bú­sett er í borginni Z­hengz­hou í Henan-héraði í Kína, hafi kynnst um­ræddum manni á sam­fé­lags­miðlum. Féllst hún á að koma til hans í matar­boð fyrir skemmstu.

Konan hafði ekki annað í huga en að halda heim á leið eftir matinn – og mögu­lega nota­lega kvöld­stund – en þegar yfir­völd skelltu á út­göngu­banni voru góð ráð dýr fyrir lög­hlýðna konuna.

Konan lýsti þessi öllu í víd­jódag­bók sem vakti tölu­verða at­hygli en á mynd­böndunum má meðal annars sjá manninn elda fyrir konuna, vaska upp og taka til svo eitt­hvað sé nefnt. Þegar út­göngu­banninu var lokið, fjórum dögum síðar, gat konan loks haldið heim á leið og lýsti hún reynslu sinni meðal annars í við­tölum í kín­verskum fjöl­miðlum.

Í sam­tali við dag­blaðið Paper í Shang­hai sagði konan að þeim hefði komið á­gæt­lega saman en maðurinn verið heldur þögull fyrir hennar smekk. „Maturinn sem hann eldaði var í meðal­lagi en hann var samt til­búinn til að elda, sem er gott.“

Mynd­böndin vöktu heldur meiri at­hygli en konuna hafði grunað og af þeirri á­stæðu fjar­lægði hún þau af vef­svæði sínu, meðal annars til að tryggja að maðurinn yrði ekki fyrir ó­þarfa ó­þægindum. Segir hún að vinir mannsins hafi verið farnir að hringja í hann og spyrja hann út í blinda stefnu­mótið og mynd­böndin ef til vill haft tals­verð á­hrif á hans líf.