Lettneska TikTok-stjarnan Vita hefur verið að gera það gott á samfélagsmiðlinum skemmtilega undanfarin misseri.

Hún er með rúmlega 13 þúsund fylgjendur og kom hún mörgum þeirra í opna skjöldu á dögunum þegar hún sagði þeim hvað hún væri gömul.

TikTok er einkum vinsælt hjá ungu fólki og eru líklega flestir notendur forritsins á aldrinum 18 til 30 ára. Vita er nokkuð eldri en það eins og hún opinberaði fyrir skemmstu því hún er fædd á því herrans ári 1982 sem þýðir að hún verður fertug á árinu.

Eins og að framan greinir kom þetta mörgum á óvart eins og sést á athugasemdum við myndbandið.

„Þú lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 27 ára. Ótrúlegt!“. Þá sagðist annar einfaldlega ekki trúa henni.

Þá hafa fjölmargir farið þess á leit að Vita deili með fylgjendum sínum hvað hún gerir til að viðhalda unglegu útliti sínu en hingað til hefur hún verið þögul sem gröfin með það.