Ein­staklingar með hina svo­kölluðu holu­fóbíu (e. try­pop­hobia) sem lýsir sér í hræðslu við mörg lítil göt, er gáttað á nýja snjall­símanum frá App­le, iP­hone 11 Pro en fyrir­tækið kynnti hann nú á dögunum.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá hefur síminn þre­falda mynda­vél og segja for­svars­menn App­le að um sé að ræða lang­bestu mynda­vélina til þessa. Ljóst er að um er að ræða mikil við­brigði frá eldri út­gáfum símans sem ætíð höfðu einungis eina mynda­vél á bakinu.

„Þessi nýi iP­hone 11 er að vekja holu­fóbíuna upp með mér. Þið getið öll átt þennan þrí­eygða djöfla­síma. Ég er góður,“ skrifar Juice Wa­yne meðal annars á Twitter. „Holufóbían mun aldrei leyfa mér að eiga þennan iP­hone. Sleppa!“ skrifar annar net­verji en fleiri tíst má sjá hér að neðan.