Nýjasta æðið í net­heimum er hið tveggja ára gamla smá­forrit FaceApp en undan­farna daga hafa ýmsir aðilar, Hollywood stjörnur og fleiri, notað for­ritið til að breyta and­lits­dráttum sínum og komast að því hvernig þau myndu líta út á gamals aldri. Með­ferð for­ritsins á per­sónu­upp­lýsingum og að­gangur að mynda­safni fólks vekja þó á­hyggjur margra eins og fram kemur í um­fjöllun á vef Mas­hable þar sem fólk er beðið um að hugsa sig tvisvar um áður en það notar það.

FaceApp er núna vin­sælasta for­ritið á bæði Android og á iOS stýri­kerfunum. Árið 2017 voru for­svars­menn þess harð­lega gagn­rýndir fyrir svo­kallaða filtera sem gerðu not­endum kleyft að lýsa húð sína. Ó­ljóst er hvers vegna það er nú orðið eins vin­sælt og raun ber vitni, að því er segir í um­fjölluninni. Ekki þarf að leita lengra aftur en til janúars síðastliðinn þegar hin svokallaða 10 ára áskorun vakti upp áhyggjur af þróun andlitstækni.

Margir hafa á­hyggjur af því að FaceApp sanki að sér mynda­söfnum fólks en svo virðist ekki vera raunin að því er fram kemur í um­fjölluninni. Þá hafa ein­hverjir net­verjar haft af því á­hyggjur að höfuð­stöðvar fyrir­tækisins sem eiga smá­forritið, Wireless Lab, eru í Sánk­tí Péturs­borg í Rúss­landi. Tekið er fram að þessar á­hyggjur eigi sér lík­legast litla eða enga stoð í raun­veru­leikanum. Ó­skýrir not­enda­skil­málar veki hins­vegar meiri á­hyggjur.

Þar er sér­stak­lega bent á not­enda­skil­mála sem varða frið­helgi einka­lífsins og með­ferð á per­sónu­upp­lýsingum sem séu afar ó­ljósir. Þannig segir í skil­málunum að for­ritið safni upp­lýsingum um stað­setningu not­enda auk upp­lýsinga úr vef­vöfrum þeirra. Meðal annars upp­lýsingar um þær vef­síður sem not­endur heim­sækja.

Kemur fram í um­fjöllun Mas­hable að þó tekið sé fram að slíkar upp­lýsingar séu ekki seldar eða leigðar til þriðja aðila að þá sé tekið skýrt fram að upp­lýsingunum sé deilt með sam­starfs­aðilum í aug­lýsinga­skyni. Er það gert til að beina sér­sniðum aug­lýsingum að not­endum.

Tekið er fram í um­fjölluninni að slíkir not­enda­skil­málar séu ekki endi­lega ó­venju­legir, en séu hins­vegar án efa ó­skýrir. Þeir séu dæmi um það hvernig tækni­fyrir­tæki sogi að sér upp­lýsingar um not­endur sína á fjölda vegu með ó­skýrum hætti.

View this post on Instagram

When you take a trip to the Year 3000.

A post shared by Jonas Brothers (@jonasbrothers) on

Jonas bræðurnir eru meðal þeirra fjölmörgu stjarna sem notað hafa forritið undanfarna daga.