Drag­drottningin Gógó Starr tekur Margréti Maack í alls herjar drag­drottningar „make over“ í Kvenna­klefanum á sjón­varps­stöðinni Hring­braut í kvöld.

Á meðan á málningunni stendur fara Gógó og Margrét á trúnó - meðal annars um hvernig það er að labba heim eða um­gangast pöpulinn utan sviðs.

„Fólk gerir ráð fyrir maður sé að selja sig þegar maður er svona mikið málaður.“

Gógó segir einnig að mið­aldra konur séu verstar þegar kemur að á­reitni í garð drag­drottninga, „kannski því ég er ein­hver svona „gervi­kona“ þá finnst þeim þær mega vaða í mig."

Kvenna­klefinn er á dag­skrá Hring­brautar í kvöld kl. 20:00.