Breytt út­lit leikarans Tom Cru­ise vakti at­hygli meðal að­dá­enda hans eftir að mynd­band birtist af honum á hafna­bolta­leik The Angeles Dod­gers og San Francisco Giants um síðustu helgi.

Að­dá­endur Cru­ise telja hann hafa farið í lýta­að­gerð á and­liti eða fitnað eftir að mynd­band fór í dreifingu af leikaranum sem virðist gjör­breyttur.

Page six greindi frá skoðunum fólks á Twitter um út­lit hans þar þau báðu hann annars vegar að hætta að sprauta í and­litið á sér eða sögðust elska hann eins og hann er.

Ein­hverjir höfðu líkt út­liti hans við í­korna sem er ó­vana­legt þar sem hinn 59 ára leikari hefur alla jafna verið þekktur fyrir halda sér í góðu formi og ung­legt út­lit.