Lífið

Fókusinn nú á konur í raftónlist

Raftónlistarhátíðin Extreme Chill fer fram í níunda sinn þetta árið í Reykjavík, nánar tiltekið í september. Hátíðin er í stærri kantinum og verður fókusað á konur í þetta sinn. Nokkur stór nöfn úr raftónlist spila og halda fyrirlestra.

Pan Thorarensen, einn stjórnenda hátíðarinnar, segir það vera hátíðinni mikilvægt að jafna kynjahlutföllin á dagskránni. Fréttablaðið/Ernir

Þennan september fer Extreme Chill hátíðin fram og er þetta í níunda sinn sem hátíðin er haldin og verður það dagana 6.-9. september. Í ár verður fókusinn á konur í raftónlist og listum, og verða því nokkrar færustu konurnar á sviði raftónlistar bókaðar á hátíðina bæði til að spila og flytja fyrirlestra.

„Það er svo mikið af flottum konum núna sem eru að gera alveg geggjaða hluti í senunni, bæði hérna heima og erlendis. Hugmyndin er að reyna að jafna kynjahlutföllin – ef þú skoðar dagskrána á hátíðum í dag þá er ekkert mikið verið að spá í þessu, það er langmestur meirihluti karlar. Jafna þarf kynjahlutfall á öllum sviðum listarinnar að mínu mati þannig að fyllsta jafnræðis sé gætt,“ segir Pan Thorarensen, einn umsjónarmanna hátíðarinnar.

Opnunarkvöld hátíðarinnar fer fram í Kaldalóni í Hörpu og þar verða einungis konur að sjá um raf-tónana og nefnist það kvöld Konur á sveimi, enda hefur sveimkennd og rafræn tónlist einkennt hátíðina allt frá byrjun. Kvöldið er styrkt af Ýli Tónlistarsjóði.

Dj flugvél og geimskip er ein þeirra sem koma fram á hátíðinni. Fréttablaðið/Vilhelm

Extreme Chill er nú partur af nýju verkefni sem kallast Upnode Network. Um er að ræða norrænt samstarf á milli allra helstu raftónlistarhátíða Norðurlanda. Upnode Network hlaut nýverið styrk til fimm ára frá Nordic Culture Point.

„Þetta eru átta tónlistarhátíðir á Norðurlöndunum – Extreme Chill er eina hátíðin frá Íslandi. Við erum að hittast í hverjum mánuði að „breinstorma“ og með panela og alls konar. Þarna eru rosalegar pælingar varðandi framtíðina og hvernig hátíðirnar eiga að vera. Við erum líka að senda listamenn á milli landa – við sendum íslenska raftónlistarmenn út og fáum hingað listamenn frá hinum Norðurlöndunum.“

Pan segir hátíðina í ár vera í stærri kantinum en hún verður haldin í Hörpu á fimmtudegi, svo færa þau sig yfir í Gamla bíó á föstudag, laugardagurinn er á Húrra og svo verður hátíðin kláruð í Fríkirkjunni. Fyrir utan þetta verða eftirpartí með plötusnúðum á fleiri stöðum sem kynntir verða betur þegar nær dregur.

Nöfn sem hafa verið tilkynnt á hátíðina eru: Jan Jelinek, Banco De Gaia, Bára Gísladóttir, Astrid Sonne, Ragnhild May, Marsen Jules, Hafdís Bjarnadóttir, Dj flugvél og Geimskip, Sillus o.fl.

Miðar eru komnir í sölu á midi.is

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fólk

Brúðkaupsferð í Veiðivötn

Menning

Nýja og gamla Ísland á tónleikum í Hörpu

Lífið

Hljóðmaður Guns N' Roses endaði óvænt á Bræðslunni

Auglýsing

Nýjast

Sam­einuð á 40 ára af­mæli Grea­se

Mega afmæli Dominos í dag

Litríkt og mynstrað haust í Comma

Rakel Ósk bjargaði geð­heilsunni með pönkljóð­list

Glæný og fersk vörumerki í Brandtex

Söngdívan Aretha Franklin er látin

Auglýsing