Lífið

Föðurlaus á brúðkaupsdaginn

Thomas Markle faðir Meghan fer stóra hjartaaðgerð í dag, en hneykslismál síðustu daga lögðu hann í rúmið. Því er ljóst að faðir hennar mun ekki leiða dóttur sína inn kirkjugólfið líkt og tilkynnt var í síðustu viku, en ekki er vitað hver fær það hlutverk í hans stað.

Faðir Meghan Markle fékk alvarlegt hjartaáfall í kjölfar hneykslismála sem hann og eldri systkini Meghan eru flækt í. Hann mun ekki leiða hana upp að altarinu á brúðkaupsdaginn. Fréttablaðið/Samsett mynd

Faðir Meghan Markle verður ekki viðstaddur brúðkaup dóttur sinnar því hann gengst undir hjartaðgerð í dag, miðvikudag og verður því ekki ferðafær á laugardaginn. Þetta kom meðal annars fram í viðtali við hann á fréttamiðlinum TMZ en þar segir einnig að Thomas hafi fengið brjóstverk á mánudaginn en hann innritaði sig sjálfur á sjúkrahús í gær. 

Kennir syni sínum um

Thomas Markle fékk hjartaáfall í síðustu viku, en mikið hefur gengið á í fjölskyldunni síðustu daga. Thomas kennir syni hann sínum og nafna meðal annars um að svo fór sem fór. 

Hálfbróðirinn,Thomas Markle yngri sendi fjölmiðlum nýverið handskrifað bréf stílað á Harry prins en í bréfinu biður hann prinsinn um að hætta við brúðkaupið og fer ófögrum orðum um litlu systur sína.

Sjá einnig: Biður Harry að hætta við brúðkaupið

Bróðir Meghan sendi fjölmiðlum opið bréf stílað á Harry prins þar sem hann ráðlagði prinsinum að hætta við brúðkaupið. Föður hans var ekki skemmt. In Touch/Sýnishorn
Stór skuggi hefur fallið á hamingjudag Meghan og Harry, og nú er alls óvíst hver leiðir brúðina upp að altarinu. Fréttablaðið/Getty

Fengu greitt fyrir sviðsettar myndir

Nýjustu fréttir af ljósmyndahneyksli sem faðir Meghan og hálfsystir hennar eru flækt í hafa bætt gráu ofan á svart. Thomas Markle og Samantha eldri dóttir hans sviðsettu myndir af honum fyrir skemmstu við brúðkaupsundirbúning. Þau réðu paparazzi – ljósmyndara til verksins og fengu vænar fúlgur fyrir. 

Samantha hálfsystir Meghan segist bera alla ábyrgð á myndatökunni. Hún tjáir sig frjálslega í fjölmiðlum og segir engan geta þaggað niður í sér, hálfsystkinum Meghan var ekki boðið til brúðkaupsins. 

Sjá einnig: Meghan alveg eyðlögð

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Meghan alveg eyðilögð

Lífið

Biður Harry um að hætta við brúðkaupið

Lífið

Pabbi Meghan undirbýr sig fyrir brúðkaupið

Auglýsing

Nýjast

Þing­­flokkur Mið­­flokksins át bragga að Norðan

Hug­ar gefa frá sér nýtt lag og tón­list­ar­mynd­band

Ástandið mjög slæmt á Íslandi á stuttum tíma

Haf­þór og Hen­son gengin í það heilaga og halda til Dubai

Selma Blair greind með MS sjúkdóminn

Saga sem er eins og lífið sjálft

Auglýsing