Ís­leifur Þór­halls­son, hjá Senu Live, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að fólk sé farið að flykkjast í Laugar­dalinn til að fylgjast með fram­kvæmdum á Laugar­dals­velli.

Eins og flestir vita er þar nú unnið að því að undir­búa völlinn undir stærstu tón­leika sem farið hafa fram á Ís­landi þegar meira en 30 þúsund manns mæta á tvenna tón­leika næstu helgi til að bera tón­listar­manninn Ed Sheeran augum. Fluttir hafa verið inn rúm­lega 50 gámar með búnaði sem notaður er við tón­leika­haldið.

Tónleikarnir verða þeir stærstu sem farið hafa fram á Íslandi.

„Við erum hérna bara í stór­fram­kvæmdum á Laugar­dals­velli og ég held að þetta sé farið að spyrjast út bara frá fólki sem labbar fram­hjá vellinum og fólki sem labbar í Laugar­dalnum og frá öllum sem fara í World Class.

Ég held það séu allir að klóra sér í hausnum þegar þeir sjá alla gámana fyrir utan, fjölda fólksins og hæðina á sviðinu. Það virðist alla­vega vera að spyrjast út í landinu að þetta sé rosa­legt, sem þetta er! Það er fólk að koma að girðingunum og horfa á menn vinna og þetta er ó­trú­lega fyndið,“ segir Ís­leifur.

„Þetta er svo al­gjör­lega með yfir­burðum stærra en allt annað.“

„Það er ekki skrítið enda er þetta um­fang sem er al­gjör­lega á nýju stigi og þetta er svo al­gjör­lega með yfir­burðum stærra en allt annað. Sama hvort þú miðar við fjölda gesta eða fjölda starfs­fólks eða hversu stór er stjarnan, þetta er stærsta stjarna sam­tímans. Stærðin á sviðinu er allt annað og búnaðurinn sem er að koma til landsins,“ segir Ís­leifur.

Helmingur tón­leika­gesta búinn að sækja miðana

Spurður hversu margir hafi nú þegar komið að sækja miðana sína á tón­leikana í Ed Sheeran búðinni í Kringlunni segir Ís­leifur það vera þó nokkurn fjölda, eða rúm­lega helmingur tón­leika­gesta. Miða­af­hending hafi þó farið hægt af stað.

Meira en 30 þúsund manns mæta á tvenna tón­leika næstu helgi.

„Ís­lendingar eru náttúru­lega smá seinir að öllu og ekkert alltaf að flýta sér. Búðin opnaði fyrir þremur vikum og þá hefðu margir getað sótt miðana en það var auð­vitað júlí og að­dragandi verslunar­manna­helgarinnar,“ segir Ís­leifur sem segir að miðarnir fari núna hratt út.

„Það er mjög mikið að gera núna í að af­henda og myndast stundum raðir en það hefur gengið mjög vel og við höfum bætt við mann­skap. Fyrir helgi var rúm­lega helmingur búinn að sækja og þetta fer hratt út núna.“