Flug­stjóri hjá flug­fé­laginu Play vakti at­hygli á inter­netinu þegar myndband af honum birtist þar sem hann sást hlaða töskum upp á eigin spýtur í flugvélina sem hann stýrði. Play deildi mynd­bandinu á Insta­gram síðu sína.

Flug­vélin, sem stödd var í Dublin í Ír­landi, varð fyrir sein­kunn vegna starfs­manna­skorts á flug­vellinum í Dublin vegna Co­vid-19 smita. Flug­stjórinn tók því málin í eigin hendur og hlóð töskum far­þega vélarinnar í flug­vélina sjálfur, til þess að flýta fyrir brott­för vélarinnar.

Play fagnar í dag að ár er liðið frá því að flugfélagið fór í sitt fyrsta flug, sú flugferð var til London í Bretlandi. 320 þúsund manns hafa síðan flogið með þeim. Áfangastaðir félagsins eru í dag 25 talsins.