Fé­lags­menn í Flug­freyju­fé­lagi Ís­lands (FFÍ) hafa svarað kalli formanns síns Guð­laugar Lín­eyjar Jóhanns­dóttur, sem brýndi fyrir þeim fyrr í vikunni að nú sem aldrei fyrr væri þörf á sam­stöðu innan fé­lagsins. Svo mikil virðist sam­staðan vera að fé­lags­menn, sem komu til fundar í dag, mættu með sér­staka sam­stöðu­köku fyrir for­manninn.

Af fundi í dag. Tæplega 400 félagsmenn mættu til fundar.
Fréttablaðið/Valli

FFÍ hefur fundað í dag á Hilton Nodi­ca hótelinu þar sem samninga­nefnd fé­lagsins fer yfir stöðu mála í kjara­við­ræðum fé­lagsins við Icelandair. Vegna sam­komu­tak­markana varð að skipta fé­lags­mönnum upp í hópa og taka fjóra fundi í dag til að hægt sé að fara yfir stöðuna með öllum sem vilja. FFÍ hafnaði á mið­viku­daginn því sem Icelandair kallaði „loka­til­boð sitt“ að kjara­samningi á fundi ríkis­sátta­semjara en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni.


Í kjöl­farið sendi Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair, flug­freyjum til­boðið í pósti og sagði hann það í sam­ræmi við upp­lýsinga­stefnu fé­lagsins. Guð­laug hefur í kjöl­farið sagt að með þessu sé Bogi að reyna að snið­ganga hina fé­lags­legu for­ystu sem flug­freyjur hafa valið sér og sakar hún boga um að beita hræðslu­á­róðri og hroka. Aðrir for­ystu­menn innan verka­lýðs­hreyfingarinnar hafa tekið í sama streng og sagt Boga ganga vís­vitandi fram hjá öllum al­mennum leik­reglum í kjara­við­ræðum á ís­lenskum vinnu­markaði.

En þrátt fyrir þetta er mikil sam­staða innan fé­lagsins og á þeim flug­freyjum sem Frétta­blaðið hefur heyrt í má skilja að flug­freyjur séu á einu um það að rétt hafi verið hjá samninga­nefndinni að hafna „loka­til­boðinu“ og segja margar flug­freyjur Boga hafa verið villandi í skila­boðum sínum í póstinum. Hann hafi þannig „gleymt smáa letrinu“ eins og ein­hverjar orða það.


Guð­laug var að vonum á­nægð með kökuna, sem er með bleiku kremi og svörtum stöfum sem kjarna lík­lega stemmninguna á fundunum í dag: „Stöndum keik. Sam­staða“