Fyrr­verandi flug­freyjur flug­fé­lagsins Alitali­a af­klæddust á götum Rómar­borgar síðast­liðinn mið­viku­dag í mót­mæla­skyni að flug­fé­lagið hafi verið lagt niður.

Konurnar mættu í ein­kennis­búning A­litli­a á torginu Campidog­lio og af­klæddust þar til þær stóðu í undir­kjól einum klæða.

Í lok mót­mælanna mynduðu þær hring og héldust í hendur, og hrópuðu við erum Alitali­a. Á­horf­endur sem stóðu utan hringsins sýndu þeim stuðning og klöppuðu há­stöfum fyrir þeim fyrr­verandi flug­freyjunum.

Flug­fé­lagið Alitali­a hætti rekstri sínum 15. októ­ber og var skipt út fyrir ITA Airwa­ys sem er ríkis­styrkt fé­lag . Það hafi verið hluti af samningi sem ítölsk stjórn­völd gerðu við fram­kvæmda­stjórn Evrópu­sam­bandsins til að af­skrifa stór­felldar skuldir Alitali­a.

Nokkrum dögum áður en flug­fé­lagið var lagt niður hafði stéttar­fé­lögin ekki náð sam­komu­lagi við ITA um kaup og kjör starfs­manna sem fóru til nýja fé­lagsins og hafa laun þeirra sem fóru til nýja fé­lagsins lækkað um 30 prósent í tekjum.

„Við komum fyrst og fremst til að tjá sárs­auka okkar,“ sagði ein af fyrr­verandi flug­freyjum Alitali­a eftir mót­mælin. „Við stöndum með fyrrum sam­starfs­fé­lögum okkar sem fóru til ITA og neyddust til að skrifa undir niður­lægjandi samning.“

ITA keypti réttinn á vöru­merkinu Alitali­a fyrir 90 milljónir evra, en yfir­menn fyrir­tækisins segja að þeir hafi að­eins keypt vöru­merkið til að koma í veg fyrir að það falli í hendur keppi­nauta líkt og Luft­hansa í Þýska­landi eða IAG í Madrid.

Þeir vonast þá til að selja ITA til stórs fjár­festis á næstu árum.