Friðrik Dór Jónsson

Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór á þrjár dætur með eiginkonu sinni Lísu Hafliðadóttur. Þess má til gamans geta að hann gaf nýverið út plötuna Dætur, sem hann tileinkaði dætrum sínum þremur.

Einar Þorsteinsson

Einar, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík á þrjú börn, tvær stúlkur og einn dreng.

Drenginn á hann með eiginkonu sinni, Millu Ósk Magnúsdóttur, aðstoðarmanni heilbrigðisráðherra, en hann kom í heiminn í apríl í fyrra. Dæturnar á hann úr fyrra sambandi.

Árni Vilhjálmsson

Knattspyrnumaðurinn Árni á einn dreng með kærustunni og knattspyrnukonunni, Söru Björk Gunnarsdóttur.

Fréttablaðið/Skjáskot

Jón Arnór Stefánsson

Körfu­bol­takapp­inn Jón Arn­ór á þrjú börn með eig­in­konu sinni, Lilju Björk Guðmunds­dótt­ur.

Mynd/Sigtryggur Ari

Elli Egilsson

Listamaðurnn Elli á eina dóttur með eiginkonu sinni og leikkonunni Maríu Birtu Bjarnadóttur.

Fréttablaðið/Valli

Þorvaldur Davíð Kristjánsson

Leikarinn Þorvaldur Davíð á þrjú börn með Hrafntinnu Viktoríu Karlsdóttur, tvær stúlkur og einn dreng.

Auðunn Blöndal

Auddi eins og hann er kallaður, á tvo drengi með kærustunni Rakel Þormarsdóttir.

Gummi kíró

Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, á þrjú börn úr fyrra sambandi, tvo drengi og eina stúlku. Gummi er trúlofaður athafnakonunni Línu Birgittu Sigurðardóttur.

Mynd/Instagram

Hörður Björgvin Magnússon

Knattspyrnumaðurinn Hörður Björgvin á tvær dætur með Móeiði Lárusdóttur.

Kolbeinn Arnbjörnsson

Leikarinn Kolbeinn á tvær dætur úr fyrra sambandi. Kolbeinn er í dag með leikkonunni Aldísi Amah Hamilton.

Gylfi Einarsson

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Gylfi Einarsson á fjögur börn. Tvær stúlkur og tvo drengi. Yngri börnin tvö á hann með unnustu sinni, Karitas Maríu Lárusdóttur en hún er einn vinsælasti þjálfari landsins.

Björn Hlynur Haraldsson

Leikarinn Björn Hlynur á tvö börn og einn stjúpson. Björn er giftur Rakel Garðarsdóttur fram­kvæmda­stjóra Vest­urports og frum­kvöðuls.

Mynd/Skjáskot

Hermann Hreiðarsson

Hermann á fjögur börn, tvær dætur og tvo drengi auk þess að á hann einn stjúpson.

Björgvin Páll Gústavsson

Handboltakappinn Björvin Páll á fjögur börn með eiginkonu sinni Karen Einarsdóttur.

GettyImages

Arnar Dan Kristjánsson

Leikarinn Arnar Dan á þrjú börn með eiginkonu sinni, Sigríði Soffíu Hafliðadóttur.

Jón Jónsson

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson á fjögur börn með eiginkonu sinni Hafdísi Björk Jónsdóttur.

Fréttablaðið/Aðsend

Ari Bragi Kárason

Tónlistarmaðurinn og spretthlauparinn Ari Bragi á eina dóttur með fjálsíþróttakonunni Dórótheu Jóhannesdóttur.

Arnmundur Ernst Backman

Leikarinn Arnmundur á tvo drengi með leikkonunni, Elleni Margréti Bæhrenz.

Logi Pedro

Tónlistarmaðurinn Logi á tvo drengi. Eldri strákinn á hann með leik- og söngkonunni Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur, og yngri með kærustunni Hallveigu Hafstað Haraldsdóttur.

Flóni

Tónlistarmaðurinn Friðrik Róbertsson, betur þekktur sem Flóni, á einn dreng, Benjamín, með kærustunni Hrafnkötlu Unnarsdóttur.

Halldór Smári Sigurðsson

Knattspyrnumaðurinn Halldór Smári á einn dreng með kærustunni Stefaníu Þórðardóttur.

Fréttablaðið/Ernir

Gísli Örn Garðarson

Leikarinn Gísli Örn á tvö börn með eiginkonu sinni og leikkonunni, Nínu Dögg Filippusdóttur.

Jóhannes Haukur Jóhannesson

Leikarinn Jóhannes á þrjú börn með eiginkonu sinni.

Fréttablaðið/Anton Brink

Egill Ploder Ottósson

Útvarpsmaðurinn Egill Ploder á einn dreng með Thelmu Gunnarsdóttur.

Mynd/Skjáskot

Hjörvar Hafliðason

Sparkspekingurinn Hjörvar á tvo drengi, en yngri strákinn á hann með kærustunni og lögmanninum, Heiðrúnu Lind Marteins­dótt­ur.