Mið­stöð hönnunar og arki­tektúrs hefur nú svipt hulunni af til­nefningum sínum til Hönnunar­verð­launa Ís­lands 2020. Alls hljóta þrjú fram­úr­skarandi verk­efni til­nefningu í ár en verð­launa­af­hendingin fer fram með raf­rænum hætti þann 29. janúar kl. 11.

Þau þrjú verk­efni sem eru til­nefnd eru verk­efnið Peysa með öllu eftir textíl­hönnuðinn Ýr Jóhanns­dóttur eða Ýrúrarí, verk­efnið Drangar eftir Stu­dio Granda og svo það þriðja er Flot­með­ferð eftir Flot­hettu.

„Fjöl­breyttar til­nefningar sem snerta ó­líka fleti innan hönnunar­geirans er hvert og eitt fram­úr­skarandi á sínu sviði,“ segir Álf­rún Páls­dóttir, kynningar­stjóri Mið­stöð hönnunar og arki­tektúrs, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Þjóðarréttur Íslendinga

Á vef mið­stöðvarinnar er fjallað ítar­lega um hvert verk­efni en þar segir í rök­stuðningi dóm­nefndar um til­nefningu Ýrúrarí að peysurnar hafi vakið mikla at­hygli þegar þær voru kynntar á Hönnunar­Mars árið 2020.

„Textíl­hönnuðurinn Ýr Jóhanns­dóttir, eða Ýrúrarí, nýtti sér peysur frá Rauða krossinum og glæddi þær lífi með hnyttnum og dutt­lunga­fullum hætti þannig að flíkurnar öðluðust alveg nýtt líf eftir allt volkið þar. Þetta eru flíkur sem oftar en ekki lenda í rusla­gámnum meðal annars vegna sósu­bletta frá þjóðar­rétti Ís­lendinga, pylsu í brauði, sem varð inn­blástur verk­efnisins. Í stað þess að fela blettina urðu þeir upp­spretta skemmti­legra textíl­verka þar sem tómat­sósa, sinneps­hringur, hlæjandi munnar og fjöl­breyti­legar tungur fengu að njóta sín.“

Arkitektúr í nútímasamhengi

Um verk­efnið Dranga segir í rök­stuðningi dóm­nefndar að verk­efnið sé metnaðar­fullt og vel heppnuð birtingar­mynd að­kallandi við­fangs­efnis arki­tekta í nú­tíma­sam­hengi.

„Hér er sér­stak­lega vel út­færð breyting á gömlu sveita­býli og úti­húsum í gisti­hús fyrir ferða­menn. Veðraðar byggingarnar fá að njóta sín og halda út­lits­legu yfir­bragði með sterkri vísun í sögu og sam­hengi, en um leið er heildar­mynd staðarins styrkt og efld. Dæmi um það er sam­spil út­veggja gisti­hússins þar sem gömlu veggirnir standa hráir og opnir, án glugga og hurða og mynda á­hrifa­ríkt sam­spil skugga og takts við nýja veggi“

Slökun og vellíðan

Þriðja og síðasta til­nefningin til Hönnunar­verð­launa Ís­lands árið 2020 er Flot­með­ferð eftir Flot­hettu.

Í rök­stuðningi dóm­nefndar kemur fram að fyrir­tækið bjóði upp á hannaða flot­með­ferð fyrir litla hópa þar sem sé lögð á­hersla á slökun og vel­líðan.

„Ferlið er út­hugsað með það að leiðar­ljósi að þátt­tak­endur upp­lifi djúpa slökun, vel­líðan, hvíld og endur­næringu. Af frá­sögn þátt­takanda að dæma er um að ræða ein­staka slökun og hug­leiðslu­á­stand. Flestar vatns­með­ferðir sem stundaðar eru í heiminum í dag er ein­stak­lings­með­ferð. Það sem gerist í hóp­með­ferð er á öðrum skala, nær­veran við aðra truflar ekkert heldur virðist þvert á móti efla á­hrifin.“

Hægt er að kynna sér verð­launin og til­nefningarnar betur hér á heima­síðu Mið­stöðvar hönnunar og arki­tektúrs.