Rapparinn Floni kynnti nú rétt í þessu glæ­nýtt ilm­vatn undir eigin nafni á Twitter og á Face­book. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Floni Eau De Parfum er sam­starfs­ver­k­efni milli tón­listar­mannsins og Laugar Spa sem unnið hefur verið að síðasta eina og hálfa árið.

Ís­lenski tón­listar­maðurinn mun svipta hulunni af nýja ilmvatninu, sem ein­fald­lega nefnist Floni Eau De Parfum þann 3. desember næstkomandi og verður hann einungis fáan­legur í Húrra Reykja­vík, Laugar Spa og á floni.is.

Segir í til­kynningunni að líkt og nafnið gefi til kynna sé um mjög per­sónu­legt verk­efni að ræða fyrir Flona en hann hefur um ára­bil verið mikill snyrti­vöru- og il­m­á­huga­maður og hefur lengi blundað í honum að þróa sinn eigin ilm sem er jafnt ætlaður fyrir öll kyn.

„Út­gangs­punktur Flona þegar hann í­myndaði sér ilminn voru meðal annars ýkt mót­vægi dimmra vetrar­nótta versus fal­leg sumar­kvöld og rómantík skemmtana­lífsins versus lát­lausar sam­komur, fullur af mystík, spennu, kyn­þokka og frelsi líkt og tón­list hans er,“ líkt og segir í til­kynningunni.

Þar segir enn­fremur að við fram­leiðsluna hafi Floni leitað til Laugar Spa. Ilm­hönnuðurinn Andrea Maack að­stoðaði við fram­leiðslu á ilminum, en hún hefur þróað vöru­merki sem seld eru í ýmsum lúxu­s­verslunum er­lendis.

Andrea horfði aðal­lega til Flona sem per­sónu og hug­myndir hans um ilminn og sam­mæltust þau um að út­gangs­punktur hans væri eins­konar nú­tíma "rak­spíri" fyrir öll kyn og aldur. Ilm-nóturnar eru sam­blanda af krydduðum og sætum nótum eins og kardi­mommu, patchouli, greip­aldin og frosnu la­vender sem mynda saman mjög fókuse­raðan og dul­kenndan ilm.

Aðsend/Anna Maggý