Með haustinu tekur við dagleg rútína heimilislífsins. Skólar og leikskólar byrja senn á ný og að ýmsu þarf að huga.

Margir foreldrar þurfa að smyrja nesti fyrir börnin sín fyrir skóladaginn og mikilvægt er að börnin fá hollan og góðan mat á sama tíma og foreldra taka því flestir fagnandi að auðvelt sé að útbúa hann og að nestisboxið komi tómt heim að skóladegi loknum.

Hollar bananapönnukökur eru tilvaldar í nesti
Nordicphotos/Getty

Bananapönnukökur

Bananapönnukökur eru hollari útgáfan af amerískum pönnukökum og þær eru fullkomnar í nestisboxið. Auðvelt er að matreiða pönnukökurnar sem innihalda einungis fjögur innihaldsefni.

Hollar bananapönnukökur

2 bananar

4 egg

4 bollar haframjöl

Kanill eftir smekk

Blandið innihaldsefnunum saman í skál eða blandara og steikið upp úr smjöri eða kókosolíu á pönnu. Einfaldara getur það ekki verið.

Samlokur er auðvelt að útbúa í nestisboxið ásamt því að hentugt er að nýta það sem til er í ísskápnum í þær.
Nordicphotos/Getty

Samlokur

Samlokur eru góðar í nesti ásamt því að vera góð leið til að nýta það sem til er í ísskápnum. Fréttablaðið leggur til gróft brauð og hollt álegg, en hægt er að nýta allt það sem hugurinn girnist.

Hægt er að skera samlokurnar út í hin ýmsu form og skreyta þær í allra dýra líki.

Kalkúna samloka

2 sneiðar af grófu brauði

Þunnt lag af rjómaosti eða smurosti

1 sneið kalkúnaskinka

1 sneið ostur

Það grænmeti sem til er í ísskápnum (Til dæmis gúrka, paprika, kál eða spínat).

Hnetusmjör og sulta

2 sneiðar af grófu brauði

Lífrænt sykurlaust hnetusmjör

Sykurlaus jarðarberjasulta

Nordicphotos/Getty

Hummus

Auðvelt er að reiða fram dýrindis hummus á örskotsstundu og hann hentar vel í nesti bæði fyrir börn og fullorðna. Hummus er hollur, próteinríkur og gefur góða seddu.

Sniðugt er að setja hummus með í nestisboxið ásamt grænmeti sem gott er borða með. Gulrætur, agúrka, sellerí og paprika passa vel með hummus ásamt brauði og hrökkkexi.

Hummus

1 dós kjúklingabaunir

¼ bolli ólífuolía

1 matskeið sítrónusafi

1 teskeið kúmen (Cumin)

Ögn svartur pipar

Allt sett í blandara eða matvinnsluvél og hrært þar til blandan verður silkimjúk

Sniðugt er að nota fjölnota bollakökuform í nestisboxið ásamt því að gaman er að skera samlokurnar út í dýralíki
Nordicphotos/Getty

Hólfum niður nestisboxin

Sniðugt er að skipta nestisboxunum niður í hólf til að koma öllu vel fyrir í boxinu. Fjöldinn allur er til af boxum af ýmsu tagi en einnig er sniðugt að nota fjölnota bollakökuform undir ávexti, ber, ost, grænmeti eða hvað það sem smekkur er fyrir á heimilinu.