Tati Westbrook, einn mesti áhrifavaldurinn í fegurðar- og förðunarsamfélaginu á Youtube, biðst opinberlega afsökunar á því að hafa tekið þátt í niðurrifi James Charles. Hún birti yfirlýsingu á Youtube í dag og sagðist einungis geta sagt frá hluta af málinu samkvæmt ráðleggingum frá lögfræðiteymi hennar. Hægt er að sjá myndbandið neðst í fréttinni.

Miklar deilur hafa verið innan samfélagsins milli stærstu nafnanna í iðnaðinum; Þeirra Tati, Jeffree Star og James Charles. Shane Dawson, ein stærsta stjarna Youtube, er einnig viðriðinn málið eins og Tati útskýrir í myndbandinu sem hún birti í dag.

Shane Dawson.
Mynd:Skjáskot

Málið má rekja til vorsins 2019 þegar Tati lýsti því yfir að hún væri gríðarlega ósátt með hinn unga James Charles vegna samstarfs hans við hárvaxtar-vítamínið Sugar Bear Hair. Fyrirtækið var í beinni samkeppni við fyrirtæki Tati, en hún var lengi lærimeistari James Charles og er í raun henni að þakka hversu vinsæll hann varð.

James missti í kjölfarið gríðarlegt magn fylgjenda.

James var á sama tíma sakaður um kynferðisbrot gegn nokkrum karlmönnum. Sagði stúlka sem var með honum í grunnskóla frá því á Twitter að hann hafi áreitt karlkyns samnemendur þeirra.

Tati segir að Jeffree Star hafi sagt henni að ótalmargir væru að fara að stíga fram að saka James um kynferðisbrot og að hún þyrfti að grípa í taumana og tjá sig um hann opinberlega. Jeffree birti myndband á svipuðum tíma, sem hefur nú verið eytt, þar sem hann sagði James vera stórhættulegan. Hann og Shane fóru í herferð gegn James á samfélagsmiðlum en Jeffree birti svo myndband þar sem hann baðst afsökunar á að hafa hagað sér svona.

Tati segir að bæði Jeffree og Shane Dawsone hafi „manipulerað“ hana til þess að birta myndbandið um James. Þar sem Tati er mikill áhrifavaldur á netheimum hafði myndbandið gríðarleg áhrif á tækifæri og tekjur fyrir James.