Fjöru­verð­launin, bók­mennta­verð­laun kvenna, trans, kyn­segin og inter­sex fólks, voru af­hent við há­tíð­lega at­höfn í Höfða rétt í þessu. Þrjár bækur sem komu út í fyrra voru verð­launaðar í þremur flokkum.

Í flokki fagur­bók­mennta var það skáld­sagan Merking eftir Fríðu Ís­berg sem hlaut Fjöru­verð­launin en bókin hefur vakið mikla at­hygli og verið seld víða um heim. Í rök­stuðningi dóm­nefndar segir meðal annars að Merking kallist „skýrt á við ís­lenskan sam­tíma þó að sagan sé vísinda­skáld­saga sem gerist í fram­tíðinni.“

Í flokki barna- og ung­linga­bók­mennta var það bókin Reykja­vík barnanna eftir Margréti Tryggva­dóttur og Lindu Ólafs­dóttur sem hlaut verð­launin. „Bókin er ríku­lega mynd­skreytt og er hver opna af­mörkuð inn­sýn í sögu borgarinnar. Höfundar draga fram fjöl­breyttan fróð­leik og gera skil á skemmti­legan hátt í góðu jafn­vægi texta og mynda,“ segir í rök­stuðningi dóm­nefndar.

Fjöru­verð­launin í flokki fræði­bóka og rita al­menns eðlis hlaut ritið Sigurður Þórarins­son: Mynd af manni eftir Sig­rúnu Helga­dóttur. „Höfundur fer með lesandann í heillandi ferða­lag upp á jökla, í gegnum ösku­lög og inn í kviku­hólf í fylgd með vísinda­manninum, söngva­skáldinu og náttúru­verndar­sinnanum Sigurði,“ segir í rök­stuðningi dóm­nefndar.

Til­gangur Fjöru­verð­launanna er að stuðla að aukinni kynningu á rit­verkum kvenna og hvetja konur í rit­höfunda­stétt til dáða.

Rök­stuðning dóm­nefndar á verð­launa­bókunum má lesa í heild hér að neðan.

Kápa/Iðunn

Flokkur barna- og ung­linga­bók­mennta, Fjöru­verð­launin 2022

Reykja­vík barnanna eftir Margréti Tryggva­dóttur og Lindu Ólafs­dóttur

Reykja­vík barnanna eftir Margréti Tryggva­dóttur og Lindu Ólafs­dóttur fjallar um sögu Reykja­víkur frá því fyrir land­nám til vorra daga. Bókin er ríku­lega mynd­skreytt og er hver opna af­mörkuð inn­sýn í sögu borgarinnar. Höfundar draga fram fjöl­breyttan fróð­leik og gera skil á skemmti­legan hátt í góðu jafn­vægi texta og mynda. Texti Margrétar er hnit­miðaður í auð­lesnum efnis­greinum og myndir Lindu eru lit­ríkar og bæta ýmsu við. Bókin vekur löngun til að fræðast meira um höfuð­borgina.

Kápa/Náttúruminjasafn Íslands

Flokkur fræði­bóka og rita al­menns eðlis, Fjöru­verð­launin 2022

Sigurður Þórarins­son: Mynd af manni eftir Sig­rúnu Helga­dóttur

Sigurður Þórarins­son: Mynd af manni eftir Sig­rúnu Helga­dóttur fjallar um ævi og starf eins merkasta vísinda­manns Ís­lands á 20. öld. Saga Sigurðar er sam­ofin sögu jarð­fræði­rann­sókna, jökla­ferða og náttúru­verndar á Ís­landi. Höfundur fer með lesandann í heillandi ferða­lag upp á jökla, í gegnum ösku­lög og inn í kviku­hólf í fylgd með vísinda­manninum, söngva­skáldinu og náttúru­verndar­sinnanum Sigurði. Bókina prýðir ara­grúi mynda sem glæða frá­sögnina lífi og dýpka skilning á efninu.

Kápa/Forlagið

Flokkur fagur­bók­mennta, Fjöru­verð­launin 2022

Merking eftir Fríðu Ís­berg

Merking eftir Fríðu Ís­berg kallast skýrt á við ís­lenskan sam­tíma þó að sagan sé vísinda­skáld­saga sem gerist í fram­tíðinni. Ó­líkum per­sónum er fylgt eftir þar sem sögur þeirra fléttast saman í frá­sögn sem gefur ekkert eftir í heim­speki­legri skoðun sinni á sam­fé­lagi okkar. Sagan er frum­leg og stíllinn ný­skapandi og notkun tungu­málsins einkar út­hugsuð og á­hrifa­rík og styður við heild­stæða per­sónu­sköpun verksins.

Í dóm­nefndum sátu:

Barna- og ung­linga­bók­menntir:

  • Anna Þor­björg Ingólfs­dóttir, lektor í ís­lensku
  • Brynja Helgu Baldurs­dóttir, ís­lensku­fræðingur
  • Hildur Ýr Ís­berg, ís­lensku- og bók­mennta­fræðingur

Fræði­bækur og rit al­menns eðlis:

  • Haf­dís Erla Haf­steins­dóttir, sagn­fræðingur
  • Sig­rún Birna Björns­dóttir, fram­halds­skóla­kennari
  • Sig­rún Helga Lund, töl­fræðingur

Fagur­bók­menntir:

  • Dag­ný Kristjáns­dóttir, bók­mennta­fræðingur
  • Elín Björk Jóhanns­dóttir, bók­mennta­fræðingur
  • Júlía Margrét Sveins­dóttir, bók­mennta­fræðingur
Frettablaðið / Sigtryggur Ari