Ofur­hetju­myndin Joker kom, sá og sigraði í ís­lenskum kvik­mynda­húsum um helgina en fjór­tán þúsund Ís­lendingar sáu myndina um helgina, sem frum­sýnd var á föstu­daginn. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Sam­film.

Myndin er svo­kölluð upp­runa­saga ill­mennisins Jókersins sem alla­jafna etur kappi gegn ofur­hetjunni Bat­man. Joaquin Phoenix fer með aðal­hlut­verkið og hefur hann hlotið ein­róma lof fyrir frammi­stöðu sína í hlut­verkinu auk tón­listar Hildar Guðna­dóttur.

Í til­kynningu Sam­film kemur fram að um hafi verið að ræða stærstu opnun kvik­myndar hér­lendis frá Warner Bros kvik­mynda­verinu en hið sama gildir um fjöru­tíu önnur lönd. Myndin halaði inn 93,5 milljónum dollara í Banda­ríkjunum og yfir 234 á heims­vísu.