Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og eiginkona hans og tannlæknirinn, Hafdís Björk Jónsdóttir, eru nú orðin foreldrar í fjórða sinn.
Jón greindi sjálfur frá komu barnsins á tónleikum í kvöld í Eldborg en það kom gestum nokkuð á óvænt þegar hann bað gestina um að taka vel á móti Friðriki Dór Jónssyni og birti síðan mynd af öllum börnunum sínum fjórum og aldrei kom Friðrik Dór á svið.
Ekki er ljóst hvort Jón hafi verið að grínast eða ekki með nafnið, en barnið væri þá auðvitað alnafni bróður hans.
Jón tilkynnti um fjórða barnið í desember og birti fallega mynd af fjölskyldunni með.