Fjöl­skyldu­með­limir her­toga­hjónanna Meg­han og Harry í bresku konungs­fjöl­skyldunni furða sig á nýrri heimildar­mynd um parið og hve langt þau ganga í að ræða per­sónu­leg mál­efni innan fjöl­skyldunnar í myndinni, að því er greint er frá á E News.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá opnaði Harry sig meðal annars í fyrsta skiptið um sam­band sitt við bróður sinn Willi­am og viður­kenndi að það hefði stundum verið stirt. Þá opnaði Meg­han sig um líðan sína í þeim fjöl­miðla­stormi sem parið gengur nú í gegnum.

Sam­kvæmt heimildar­mönnum E News innan konungs­fjöl­skyldunnar sem ekki vilja láta nafn síns getið sætir það furðu innan fjöl­skyldunnar að parið hafi á­kveðið að taka þátt í myndinni.

Kemur fram að fjöl­skyldan átti sig ekki á því hvað ná­kvæm­lega parinu gengur til með myndinni né heldur hvaða mark­miðum þau vilji ná með því að opna sig með þessum hætti. Þá sér­stak­lega hafi það valdið mörgum fjöl­skyldu­með­limum kvíða að sjá Harry viður­kenna stirt sam­band sitt við bróður sinn.

„Það eru margir ringlaðir innan fjöl­skyldunnar og skilja ekki hverju þau eru að reyna að ná fram, þar sem með­limir konungs­fjöl­skyldunnar tala venju­lega ekki svona mikið um per­sónu­leg mál­efni,“ segir innan­búðar­maðurinn.

„Það er ó­hætt að segja að það sé ó­ró­leiki innan konungs­fjöl­skyldunnar vegna þeirrar áttar sem þetta virðist stefna í,“ segir hann jafn­framt.