Breska konungs­fjöl­skyldan hefur hvatt Harry og Meg­han, fyrr­verandi her­toga­hjónin af Sus­sex, til að bíða í nokkra mánuði áður en þau taka að sér verk­efni í Los Angeles. Þetta er full­yrðir heimildar­maður breska götu­blaðsins Mirror.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá sögðu hjónin opin­ber­lega skilið við skyldur sínar fyrir konungs­fjöl­skylduna í gær. Þau búa nú í Los Angeles þar sem þau freista þess að finna ný verk­efni til að fjár­magna sig. Mun Meg­han meðal annars taka þátt í heimildar­mynd Dis­n­ey.

Konungs­fjöl­skyldan er þó sögð á­hyggju­full yfir því að hjónin kunni að verða mis­notuð á ein­hvern hátt á meðan fyrstu mánuðunum stendur í borg englanna, ef marka má heimildar­mann Mirror.

„Allir í kringum þau, bæði fjöl­skyldu­með­limir og aðrir sem hafa unnið með þau, finnst að þau eigi að taka sér smá frí, kannski sex mánuði,“ segir heimildar­maðurinn.

„Þau hafa samt ekki hlustað á neinn nema sig sjálf og þess vegna erum við hér,“ segir hann jafn­framt.

„Hollywood er há­karla­búr og ef þau passa sig ekki að þá getur þetta endað í tárum. Það er enginn vernd fyrir þau frá þeim sem vilja græða á þeim. Þau eru komin í allt aðra ver­öld, ver­öld þar sem Meg­han var á kantinum síðast og Harry hefur aldrei tekið þátt í.“