Fjöl­skyldan hjá at­hafna­konunni og sam­fé­lags­miðla­stjörnunni Birgittu Líf og kærasta hennar, Enok Vatnar Jóns­syni stækkaði á síðustu dögum þegar þau fengu sér hund saman.

Birgitta Líf birti í dag mynd af hundinum á Insta­gram síðu sinni og skrifar „Bossi“ sem má á­ætla að sé nafnið á hundinum. Birgitta Líf á einn hund fyrir, hana Bellu.

Parið hefur verið saman frá því fyrr á þessu ári, en Birgitta Líf, sem fædd er 1992, er níu árum eldri en Enok, sem fæddur er árið 2001.

Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn.
Mynd/Skjáskot af Instagram
Bossi og Bella.
Mynd/Skjáskot af Instagram