Kanadísk fjöl­skylda sem telur sex manns hefur á­kveðið að ferðast heiminn áður en börnin verða blind, öll fjögur börnin greindust með erfða­sjúk­dóminn Retinitis pigmentosa sem veldur því að börnin verða hægt og ró­lega blind.

BBC greinir frá því að for­eldrunum, Edith og Sé­bastian, hafi langað að veita börnunum sínum eins margar sjón­rænar upp­lifanir og þau gátu.

Fjöl­skyldan hefur nú ferðast í sex mánuði og eru þau hálfnuð í árs­langri reisu þeirra um jörðina. Þau hafa þegar ferðast til Namibíu, Sam­bíu, Tansaníu, Tyrk­lands, Mongólíu og Indónesíu.

Myndband frá BBC sem fjallar um ferð og sögu fjölskyldunnar má sjá hér að neðan.