Baldvin Þorsteinsson, forstjóri Öldu Seafood og Þóra Kristín Pálsdóttir eiga von á sínu þriðja barni.

Gleðitíðindunum greinir Þóra frá á samfélagsmiðlum en fyrir á parið tvær dætur.

Baldvin og Þóra Kristín gengu í það heilaga í fyrra sumar erlendis af myndum að dæma.

Baldvin er sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja Holdings, og var meðal annars framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar í fyrirtækinu.

Lífið á Fréttablaðinu óskar parinu til hamingju!