Handboltaparið Karen Knútsdótir og Þorgrímur Smári Ólafsson eiga von á sínu öðru barni í apríl á næsta ári.

Frá þessu greinir Karen í færslu á Instagram á dögunum í myndafærslu.

Á myndunum var annars vegar mynd af dóttur þeirra og sú síðari var mynd af sónarmynd.

„Annars í tveggja ára afmæli hjá þessari gleðisprengju em er tilbúini í nýtt hlutverk 2023. Við bíðum spennt eftir páskunum,“ stóð við færsluna.

Karen er ein besta handboltakona okkar Íslendinga og var til að mynda níunda handboltakonan til að leika hundrað landsleiki árið 2019.

Karen var fyrirliði kvennalandsliðins sem fór á þrjú stórmót í röð frá árinu 2010 til 2012.

Þá lék hún sem atvinnumaður í sjö ár elendri grundu, í Þýskalandi, Danmörku og Frakklandi.

Þorgrímur lék um árabil í Olís-deild karla og um tíma í Noregi. Þá var hann hluti af silfurliði Íslands á HM U21 árið 2009. Í dag er hann sérfræðingur í Seinni Bylgjunni á Stöð 2 Sport.