Knattspyrnuparið Fanndís Friðriksdóttir og Eyjólfur Héðinsson eiga von á sínu öðru barni.

Fanndís greindi frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum í gær með fallegri mynd af parinu þar sem stendur 2 + 1.

Hamingjuóskum rignir yfir parið frá meðal annars landsliðskonunum Sif Atladóttur, Dagný Brynjarsdóttur, Glódísi Perlu Viggósdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur.

Parið á fyrir eina dóttur, Elísu, sem fæddist 1. Febrúar 2021.