Að vera heima og slaka á í heims­far­aldri CO­VID-19 er æðsta dyggð mann­legs sam­fé­lags á þeim skrítnu tímum sem við upp­lifum nú. Að horfa á sjón­varpið, baka tertu, fá sér súr­deigs­brauð og að drekka te eru allt á­sættan­legar dægra­styttingar í hvirfil­byli veirufárs.

Sumir láta það sér hins­vegar ekki nægja. Sumir stytta sér stundir með ástar­at­lotum, kær­leiks­hót, blíðu­látum, sam­ræði og kjassa, klappa og strjúka hvort öðru heima fyrir.

Hér erum við að sjálf­sögðu að tala um þá sem fjölga sér í heims­far­aldri. Sér­fræðingar eru ef­laust sam­mála um það að kófið muni valda barna­sprengju og ef marka má saman­tekt Frétta­blaðsins er ljóst að það stefnir í sann­kallað K-A-B-Ú-M-M árin 2020-2021.

Como hjón Ís­lands fá fjórða fjöl­skyldu­með­liminn

Fyrst á lista yfir þá sem fjölga sér í far­aldri eru þau Gylfi Sigurðs­son, knatt­spyrnugúrú og Alexandra Helga Ívars­dóttir, skart­gripa­hönnuður sem flestum Ís­lendingum eru vel kunnug.

Þau giftu sig í stærsta stjörnu­brúð­kaupi Ís­lands við Como vatn á norður Ítalíu í júní í fyrra en brúð­kaupið vakti mikla at­hygli.

Þann 11. desember síðast­liðinn til­kynnti Gylfi á Insta­gram að bráð­lega muni litli hundurinn þeirra Koby eignast syst­kin og fjöl­skyldu­með­limir því brátt fjögur talsins í stað þriggja.

Kannski ekki elsti pabbinn en alla­vega sá hamingju­samasti

Vin­sælasti sjón­varps­maður Ís­lands Auðunn Blön­dal og kærastan hans Rakel Þor­mars­dóttir eiga von á sínu öðru barni á næsta ári.

Þau eignuðust sitt fyrsta barn saman, Theó­dór Sverri Blön­dal í nóvember árið 2019. Sagði Auddi við það til­efni: „Veit ekki hvort ég sé elsti pabbi landsins, en get stað­fest að ég er 1 sá hamingju­samasti í dag!“

Auðunn greindi frá gleði­tíðindunum í októ­ber síðast­liðnum en nýjasti fjöl­skyldu­með­limur Blön­dal fjöl­skyldunnar er væntan­legur í maí 2021.

Hvað er að gerast hérna 🙈 Verðum fjögur í maí 🥰🍼👨‍👩‍👧‍👦

Posted by Auðunn Blöndal on Friday, 23 October 2020

Fleiri fjó­reyki myndast á næsta ári

Það eru fleiri fjöl­skyldur sem brátt verða fjögurra manna fjöl­skyldur í far­aldri en Arna Ýr Jóns­dóttir, fyrr­verandi Ung­frú Ís­land og Miss Uni­ver­se Iceland til­kynnti í desember að hún og Vignir Þór Bolla­son eiga von á sínu öðru barni saman árið 2021.

Fyrir eiga þau saman dótturina Ást­rós Mettu sem er eins og hálfs árs en Arna Ýr sagði frá komu hennar í Insta­gram-færslu á sínum tíma.

„Heil­brigða 15 marka stúlkan okkar Vignis fæddist í gær­kveldi eftir langa en afar góða fæðingu í Björkinni. Erum yfir okkur ást­­fangin af litlu hár­­prúðu dúllunni okkar og þakk­lát fyrir hversu heilsu­hraust hún er.“

Í fal­legri færslu á Face­book þann 15. desember síðast­liðinn skrifaði Vignir: „Við erum búin að opin­bera að í júní 2021 verðum við fjögur," skrifaði Vignir Þór á Face­book.

Litla Ásta tekur við stöðu­hækkun í maí

Einn ást­sælasti söngvari þjóðarinnar, Sverrir Berg­mann og lög­fræðingurinn Kristín Eva Geirs­dóttir eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun febrúar, litlu Ástu Berthu.

Í maí næst­komandi munu þau svo eignast sitt annað barn líkt og þau greindu frá í fal­legri Insta­gram færslu.

„Tek við stöðu­hækkuninni í maí og hlakka ó­trú­lega til þess á­byrgðar­hlut­verks,“ segir Sverrir í færslunni og birtir fal­lega fjöl­skyldu­mynd þar sem sú unga Ásta Bertha var klædd í galla sem var merktur „ég er að verða stóra systir.“

Lítill king mætti á svæðið í desember

Tón­listar­­maðurinn og út­­varps­­maðurinn Joey Christ, eða Jóhann Kristófer Stefáns­­son og unnusta hans, Alma Gytha Huntingdon-Willi­ams eignuðust sinn fyrsta son í byrjun desember.

Jóhann birti fyrstu myndina af hinum litla á Insta­gram. Þar skrifaði hann „Litli King“ og dag­­setningu 4. desember 2020. Gera má ráð fyrir að það sé fæðingar­­dagur drengsins sem klæddist fal­­legu prjónuðu grænu setti og var ansi sposkur á svip.

Parið lét lítið fyrir ó­léttunni fara í að­draganda fæðingarinnar. Til­kynntu hana ekki opin­ber­lega fyrr en í októ­ber á Insta­gram. Þar deildi Jóhann fal­legri mynd af parinu og skrifaði ein­fald­lega: „Mánuður í að litli homi­e mæti á svæðið."

Arnór og Vig­dís eignuðust sitt fyrsta

Arn­ór Dan Arn­ars­­son, söngvari Agent Fresco og sam­býlis­kona hans, Vig­dís Hlíf Jóhönnu­dóttir eignuðust sitt fyrsta barn þann 17. októ­ber síðast­liðinn.

„Fal­lega dóttir okkar kom í heiminn þann 17. októ­ber," skrifaði Arnór á Insta­gram þegar parið til­kynnti gleði­tíðindin.

„Þakk­lát­ur og ó­trú­­lega spennt­ur fyr­ir næsta kafla okk­ar sam­an,“ skrifaði hann svo. Parið til­kynnti um ó­léttuna í apríl á þessu ári.

Sjalla­börnin eignast erfingja í apríl

Lög­fræðingurinn Anna Ýr John­son og Páll Magnús Páls­son, vara­for­maður Sam­bands ungra sjálf­stæðis­manna, munu eignast sitt fyrsta barn í apríl 2021.

At­hygli vakti og vekur ef­laust enn að Anna er stjúp­dóttir utan­ríkis­ráð­herra Guð­laugs Þórs Þórðar­sonar á meðan Páll Magnús er sonur Páls Magnús­sonar, þing­manns Sjalla í Suður­kjör­dæmi.

Parið til­kynnti um komu frum­burðarins í fal­legri færslu á Insta­gram sem birtist í októ­ber síðast­liðnum. Lík­legt verður að teljast að erfinginn verði skráður í Sjálf­stæðis­flokkinn hið fyrsta.

Fræðingar fjölga sér í far­aldri

Stjörnu­fræðingurinn Sæ­var Helgi Braga­son og hug­búnaðar­sér­fræðingurinn Þór­hildur Fjóla Stefáns­dóttir fjölga sér í far­aldrinum og eiga von á barni á næsta ári.

Þór­hildur til­kynnti þetta í ein­lægri færslu á Twitter í nóvember. Þar birtir parið mynd af sér með sónar­­mynd. Ljóst er að lítill drengur er væntan­legur í heiminn.

„Sæ­vars­­son, það sem við hlökkum til að hitta þig,“ skrifar Þór­hildur Fjóla við myndina.

Stefnir í að 2021 verði veisla

Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson, eða Gillzinegger og kærasta hans Guðríður Jóns­dótt­ir eiga von á sínu öðru barni saman í maí á næsta ári.

Fyrir eiga þau saman eina dóttur, Evu Malen sem er fædd árið 2014 en Egill og Gurrý hafa verið par í tæpan áratug.

Egill tilkynnti um nýjasta fjölskyldumeðliminn á Instagram á jóladag.

„Stefnir í að 2021 verði veisla. Eva Malen er að ofpeppast hérna heima en hún er að fara að fá lítinn bróðir í maí. Gleðileg jól allir vona þið hafið það frábært," skrifar Egill lukkulegur.

Aron og Krist­björg eignast brátt þriðja erfingjann

Aron Einar Gunnars­son, fót­bolta­maður og Krist­björg Jónas­dóttir, einka­þjálfari, eignuðust sitt þriðja barn í októ­ber síðast­liðnum.

Fyrir áttu þau synina Ólí­ver og Tristan og bættist þriðji sonurinn í hópinn.

„Nú eig­um við ann­an dreng til að elska og deila líf­inu með. Ólí­ver og Trist­an eru báðir svaka­­lega að hitta nýja litla bróður sinn,“ skrifaði Aron.