Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað nýjum styrkjum til þýðinga á íslensku, verk eftir höfunda á borð við Annie Ernaux, Richard Brautigan, Lydiu Davis, Erich Kästner, Antoine de Saint-Exupéry og fleiri eru væntanleg í íslenskri þýðingu á næstunni.
Nú var úthlutað rúmum 8 milljónum króna til 24 þýðinga á íslensku en alls bárust 38 umsóknir í í nóvember 2022 í seinni úthlutun ársins.
Á meðal verka sem hlutu styrki kennir ýmissa grasa og von er á fjölbreyttri útgáfu þýðinga á næstunni fyrir börn og fullorðna. Þýtt verður úr ensku, þýsku, frönsku, spænsku, japönsku, hebresku og portúgölsku og eiga lesendur því von á spennandi bókum á íslensku víða að.
Á meðal verka sem hlutu þýðingastyrki eru:
The Dictionary of Lost Words eftir Pip Williams, í þýðingu Ugga Jónssonar.
Fabian. Die Geschichte eines Moralisten eftir Erich Kästner, í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur.
Heaven eftir Mieko Kawakami, í þýðingu Jóns St. Kristjánssonar.
Skandar and the Phantom Rider eftir A.F. Steadman, í þýðingu Ingunnar Snædal.
The Vanishing Half eftir Brit Bennett. Þýðandi: Ragna Sigurðardóttir.
The Prime of Miss Jean Brodie eftir Muriel Spark, í þýðingu Árna Óskarssonar.
Le jeune homme eftir Annie Ernaux, í þýðingu Rutar Ingólfsdóttur.
Úrval texta eftir Lydiu Davis, í þýðingu Berglindar Ernu Tryggvadóttur.
Panther in the Basement eftir Amos Oz, í þýðingu Árna Óskarssonar.
The Cemetery in Barnes eftir Gabriel Josipovici, í þýðingu Gyrðis Elíassonar.
Litli prinsinn eftir Antoine de Saint-Exupéry, í þýðingu Arndísar Lóu Magnúsdóttur.
The Wild Boys eftir William S. Burroughs, í þýðingu Arnar Karlssonar.