HönnunarMars 2020 fer fram dagana 24. júní til 28. júní. Hátíðin átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og síðustu ellefu ár, en vegna COVID19 faraldursins var hátíðinni frestað. Eftir mikla óvissu síðastliðna mánuði hafa skipuleggjendur og hönnuðir í sameiningu nú sett saman glæsilega hátíð. Sýningarnar teygja sig yfir allt höfuðborgarsvæðið, frá Seltjarnarnesi, gegnum Hafnartorg, miðbæinn, Skeifuna, Kópavog, upp í Garðabæ, Hafnarfjörð og Mosfellsbæ.

Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í ár en hér er að finna sýningar þar sem lögð er áhersla á sjálfbæra og umhverfisvæna hönnun.

Trophy

 • Geirsgata 2 við Hafnartorg

Flétta hönnunarstofa sýnir í ár loftljós úr gömlum verðlaunagripum. Ljósin eru ný viðbót við Trophyvörulínuna sem kynnt var í fyrra, en vörurnar eru úr gömlum verðlaunagripum frá einstaklingum og íþróttafélögum.

Hönnunarstofan Flétta sýnir nýja viðbót við Trophy-vörulínuna.

Hvernig verður vara að vöru?

 • Tryggvagata 21, 101 Reykjavík

Á sýningunni verður sýnd vörulína sem er, en aldrei varð. Vörur sem skilja varla neitt umhverfisspor eftir sig og munu eyðast í náttúrunni fyrr en við sjálf. Sýningin er svar við áleitnum spurningum um umhverfisspor en um leið gamansöm nálgun hönnuðar í tilvistarkreppu.

Og hvað svo?

 • Geirsgata 2 við Hafnartorg

Arkitektafélag Íslands, Félag íslenskra landslagsarkitekta og Græn byggð sameinast í sýningu um framtíð hins byggða umhverfis. Leitast er við að svara spurningunni: „Hvernig geta arkitektar haft jákvæð áhrif á hlýnun jarðar?“

Borgartunnan

 • Geirsgata 2 við Hafnartorg

Borgartunnan er ný sorpflokkunartunna fyrir almenningsrými hönnuð fyrir íslenskt umhverfi og aðstæður. Áhugi hins opinbera og almennings á bættri flokkunar- og urðunarstefnu hefur tekið á sig margar myndir en Borgartunnan gæti orðið liður í því að sýna þessar nýju áherlsur í verki á götum borgarinnar.

Mitt hjartans mál

 • 38 þrep, Laugavegur 49, 101 Reykjavík

Á sýningunni verður kynntur fyrsti skartgripurinn í röð Vakir plant me sem ber heitið Mitt hjartans mál. Skartgripirnir eru unnir ýmist úr endurnýttum 3D prentuðum málmum, trjákvoðu og íslenskum villtum plöntum.

Agustav

 • Skólavörðustígur 22, 101 Reykjavík

Agustav byggir á ástríðu fyrir viðnum og einfaldleika í hönnun. Vörurnar frá Agustav eru þekktar fyrir sérlega vandað samspil smíði og hönnunar. Nú eru einfaldar beinar línur úr gegnheilum viði aðalatriðið, með einstaklega eftirtektarverðum samsetningum á mótunum.

Peysa með öllu

 • Rauðakrossbúðin við Hlemm, Laugavegur 116, 105 Reykjavík

Textílhönnuðurinn Ýrúrar í vinnur í samstarfi við fatasöfnun Rauða kross Íslands með peysur sem enda í söfnuninni, en vegna óhappa úr fyrra lífi f lokkast þær sem óseljanlegar. Með ýmsum textílaðferðum, tilraunum og leik, fá peysurnar gildi sitt til baka og nýtt einstakt útlit.

Miðgarður – vistborg

 • Safnahúsið, Hverfisgata 15, 101 Reykjavík

Á sýningunni verða nýjar íbúðagerðir sem styðja þétta, lágreista og vistvæna byggð kynntar. Markmið byggingarfélagsins Miðgarðs er að byggja slíka byggð miðsvæðis í Reykjavík, þar sem almenningssamgöngur ná góðri tengingu við allt höfuðborgarsvæðið þar sem fjölbreyttir samgöngumátar hafa forgang fram yfir einkabílinn.

Circle

 • The Shed, Suðurgata 9 Hafnarfjörður

Circle er ný heimilislína frá Reykjavík Trading Co. þar sem unnið er með matarafganga og áhersla lögð á nærumhverfið. Hönnuðirnir safna saman, hanna og búa til nýjar vörur og nýta til þess matarafganga sem fá þar með annað líf við matarborðið.

Anthony Bacigalupo og Ýr Káradóttir, reka heimilisvörufyrirtækið og hönnunarstúdíóið Reykjavík Trading Co. Sýning þeirra á Hönnunarmars fer fram í ævintýralega bílskúrnum þeirra í Hafnarfirði.

Mat 0.1

 • Fiskislóð 57

Rannsóknar- og þróunarverkefninu MAT 0.1 er ætlað að skoða hvernig hönnun og tækni, sem ýta undir breytta kauphegðun og skilvirkari dreifileiðir matvæla, geta haft áhrif á umhverfið og lífsgæði fólks.

Sjálfbær hönnun

 • Háaleitisbraut 109, Reykjavík

Sýningin Sjálf bær hönnun & stafrænt handverk er byggð á nýjum stafrænum þrívíddar hönnunaraðferðum. Aðferðirnar styðja við hugmyndir Spaksmannsspjara um sjálf bærni og minna vistspor þar sem hugur og mús vinna stafrænt handverk á sjálf bæran hátt. Á sýningunni verða flíkur til sýnis sem unnar eru með nýrri stafrænni aðferð, sem og myndir af ferlinu sýndar.

Plastplan og Skógarnytjar

 • Studio Björn Steinar, Bríetartún 13, 105 Reykjavík

Björn Steinar Blumenstein stendur fyrir sýningunum Catch of the day: Limited Covid-19 edition. Skógarnytjar byggir á samstarfi við aðila skógræktar á Íslandi til að fullnýta verðmæta auðlind og stuðla að jákvæðum umhverfisáhrifum með framleiðslu og aðgerðum í samstarfi við aðila skógræktar. Sýningin Plastplan gefur innsýn í flókið ferli endurvinnslu neytendaplasts, þá þróun sem hefur átt sér stað síðastliðið ár og framtíðarsýn í endurvinnslumálum.

Allir viðburðir á HönnunarMars eru opnir frá klukkan 10.00 til 19.00 dagana 24.-28. júní. Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar er að finna á honnunarmars.is.

Skógarnytjar byggir á samstarfi við aðila skógræktar á Íslandi.