Jón Ómar Árna­son, fram­kvæmda­stjóri og list­rænn stjórnandi Jazz­há­tíðar, segir há­tíðina í ár vera ein­stak­lega fjöl­breytta með á­herslu á tón­list frá Ís­landi og Norður­löndunum.

„Á þessari há­tíð má segja að það sé pínu­lítinn nor­rænn rauður þráður. Það er mikið af fólki frá Norður­löndunum sem tekur þátt í há­tíðinni í ár sem rímar á­gæt­lega við það að Nor­ræna fé­lagið er 100 ára í ár,“ segir Jón Ómar.

Boðið verður upp á sjö daga tón­leika­dag­skrá á há­tíðinni þar sem djass, blús, fönk og spuna­tón­list verður í for­grunni og lista­fólk frá Banda­ríkjunum, Evrópu og Ís­landi kemur fram.

„Það sem kannski sker sig úr er að loka­tón­leikar há­tíðarinnar sem verða föstu­daginn 19. ágúst í Hall­gríms­kirkju, Buchanan Requ­iem, eru senni­lega stærstu tón­leikar sem haldnir hafa verið á Jazz­há­tíð, alla vega einir þeir stærstu. Það eru næstum fjöru­tíu manns á sviðinu,“ segir Jón Ómar.

Verkið er flutt af sam­blandi ís­lenskra og nor­rænna tón­listar­manna og stjórnandi er hinn norski Geir Lysne.

Verkið Requiem eftir danska tónskáldið Jakob Buchanan brúar bilið á milli djasstónlistar og klassískrar.
Mynd/Per Bergmann

Brú á milli djass og klassíkur

Jakob Buchanan er marg­verð­launaður danskur trompet­leikari og tón­skáld en hann samdi verkið Requ­iem árið 2015 til minningar um föður sinn. Verkið var tekið upp árið 2016 og sama ár hlaut það verð­laun sem verk ársins og plata ársins á dönsku tón­listar­verð­laununum í flokki djass­tón­listar, auk þess sem Jakob hlaut verð­laun sem tón­skáld ársins.

Hvers konar tón­list er Requ­iem?

„Það má segja að þetta sé á­kveðin brú á milli djass­tón­listar og klassískrar tón­listar. Í verkinu sam­einast nú­tíma­djass, klassísk tón­list, tón­list fyrir stór­sveit og kór­tón­list. Þetta er í rauninni svona nú­tíma­leg sálu­messa,“ segir Jón Ómar.

Hún hefur staðið af sér, eld­gos, jarð­skjálfta, kóróna­veiru og aðrar náttúru­ham­farir í gegnum tíðina og verið haldin bara ár­lega.

Staðið af sér náttúru­ham­farir

Að sögn Jóns Ómars er dag­skrá Jazz­há­tíðar ein­stak­lega veg­leg í ár.

„Í gegnum alla vikuna þá eru náttúr­lega bara alveg frá­bærir tón­leikar. Mikið af ís­lensku tón­listar­fólki að flytja sína tón­list, mjög á­huga­vert sam­starfs­verk­efni danska gítar­leikarans Jakobs Bro með Óskari Guð­jóns­syni og Skúla Sverris­syni, svo má nefna gítar­leikarann Jona­t­han Kreis­berg frá Banda­ríkjunum á opnunar­kvöldinu.“

Jazz­há­tíð Reykja­víkur var stofnuð árið 1990 og er þetta því í 32. sinn sem há­tíðin er haldin en ó­líkt flestum öðrum tón­listar­há­tíðum hélt Jazz­há­tíð velli þrátt fyrir Co­vid og sam­komu­tak­markanir.

„Ég var að skrifa á­varp í bækling Jazz­há­tíðar og þetta er í rauninni í 32. sinn sem Jazz­há­tíð fer fram, ég held að hún sé næst­elsta tón­listar­há­tíð á Ís­landi á eftir Myrkum músík­­dögum. Hún hefur staðið af sér, eld­gos, jarð­skjálfta, kóróna­veiru og aðrar náttúru­ham­farir í gegnum tíðina og verið haldin bara ár­lega,“ segir Jón Ómar.

Hátt í 40 tón­leikar og við­burðir verða haldnir á Jazz­há­tíð 2022 og alls munu tæp­lega 200 lista­menn koma fram. Tón­leikar há­tíðarinnar fara fram víðs vegar um höfuð­borgina en kvöld­dag­skráin fer að mestu leyti fram í Hörpu.

Nánari upp­lýsingar um dag­skrá og miða­sölu má finna á reykja­vikjazz.is.