Fjóla Sigurðar­dóttir, annar eig­andi og þátta­stjórnandi hlað­varpsins Eigin Konur, hefur á­kveðið að stíga til hliðar og hætta í hlað­varpinu. Hún greinir frá þessu í færslu á Insta­gram-síðu sinni.

Fjóla hefur fram að þessu stýrt þættinum á­samt Eddu Falak, hinum eig­anda og stofnanda hlað­varpsins. Fyrsti þátturinn kom í loftið í lok mars á þessu ári og hefur hlað­varpið notið tölu­verðra vin­sælda.

Í til­kynningunni hennar Fjólu þakkar hún við­mælendur og hlust­endur fyrir þann stuðning og traust sem hún hefur upp­lifað við gerð þáttanna. „Það voru þið sem létu mig aldrei missa trú á því sem ég var að gera,“ segir hún.

„Ég vil að við höldum á­fram að trúa, á okkur sjálf og fólkið í kringum okkur. Ég mun aldrei hætta að trúa.“

Á Insta­gram-síðu Eigin Kvenna kemur fram að Fjóla ætli að stíga til hliðar en að hlað­varpið haldi samt sem áður á­fram með Eddu og öðrum gestum.