Mynd ljós­myndarans Helgu Lauf­eyjar Ás­geirs­dóttur af söngvaranum Unn­steini Manuel og syni hans Víkingi var fjar­lægð af sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram á dögunum. Er það vegna þess að barnið er bert að ofan á myndinni. Þetta til­kynnir Helga í færslu og ljóst að hún er gáttuð á málinu.

Í færslunni sinni birtir Helga myndina af feðgunum að nýju en hefur fyrir því að setja tvö X til þess að hylja geir­vörtur barnsins vegna skil­mála miðilsins. Helga býr í Ber­lín og er góð­vin­kona Unn­steins og Ágústu Sveins­dóttur sem eiga saman litla Víking.

„OK ÉG ER Í SJOKKI! insta­gram tók út póstinn minn VEGNA ÞESS AÐ VÍKINGUR ER BER AÐ OFAN !!“ skrifar Helga og lætur fylgja með röð bros­kalla til að láta í ljós furðu sína.

Þá lætur hún jafn­framt myllu­merkið #freet­henipple fylgja með en sam­fé­lags­miðillinn hefur löngum verið gagn­rýndur fyrir skil­mála sína sem snúa að geir­vörtum og nekt. Birtir Helga jafn­framt skjá­skot af til­kynningu miðilsins til hennar. Þar kemur fram að hún hafi verið talin brjóta gegn skil­málum miðilsins.