Paris Jackson, fyrirsæta og dóttir Michaels Jackson, hefur sakað bandarísku vefsíðuna TMZ um lygar. Greint var frá því á vefsíðunni fyrr í kvöld að hún hefði verið lögð inn á spítala eftir sjálfsvígstilraun. 

„Farið til fjandans, fjárans lygarar,“ skrifaði Paris sem athugasemd við frétt TMZ á Twitter.

Paris tilkynnti á Twitter í gær að það sé ekki hennar hlutverk að verja föður sinn fyrir ásökun um kynferðisofbeldi gegn börnum. Tístið birti hún í kjölfar ítrekaðra tilrauna fréttamanna til að hafa samband við hana vegna heimildarmyndarinnar Leaving Neverland sem kom út á dögunum. 

Sjá einnig: Dóttir Jack­son segir það ekki sitt hlut­verk að vernda föður sinn

Í myndinni segja þeir Wade Rob­son og James Safechuck sögu sína, en þeir segja söngvarann hafa beitt sig kynferðisofbeldi frá unga aldri. Myndin hefur vakið sterk við­brögð og hafa út­varps­stöðvar í Kanada og Ástralíu til að mynda hætt að spila lög Jack­son. Víð­frægi tón­lista­maðurinn Dra­ke virðist einnig hættur að flytja lag sitt „Don’t Matter to Me“ á tón­leika­ferða­lagi sínu um Bret­land, en í við­laginu syngur Jack­son af gamalli upp­töku.