Í dag, þriðjudaginn 28. september, klukkan 12-13 í anddyri Borgarleikhússins, verður sjónum beint að revíum og kabarettsýningum og sýningin Veisla, sem frumsýnd var síðastliðið vor, skoðuð í því ljósi.

Una Margrét Jónsdóttir fjallar um revíur og kabarettsýningar í sögulegi samhengi og Saga Garðarsdóttir og Katla Margrét Þorgeirsdóttir segja frá vinnu sinni við sýninguna Veislu.