Kamilla Parker Bow­les hefði aldrei verið sýnd í því ljósi sem hún var sýnd í fimmtu seríu The Crown ef þættirnir hefðu verið gerðir fyrir einungis ör­fáum árum síðan.

Þetta er meðal þess sem fram kom í fyrsta þætti Crown­varpsins, við­hafnar­hlað­varpi Frétta­blaðsins um The Crown á Net­flix. Þar eru tilölu­legar nýjar vin­sældir Kamillu ræddar en Guð­ný Ósk Lax­dal, sér­fræðingur í konungs­fjöl­skyldunni ræddi málið.

„Ég hef verið á Madam Tussaud vax­mynda­safninu og þar var hún og mamma var að skoða hana. Það kom kona upp að henni og sagði við hana: Finnst þér hún ekki með ó­geðs­lega ljótt hár þessi ljóta kona?“

Guð­ný og Þórarinn Þórarins­son, annar stjórn­enda þáttarins, eru sam­mála um að Kamilla hafi þurft að þola ýmis­legt í opin­berri um­ræðu enda hélt Karl fram­hjá Díönu prinessu með Kamillu um ára­bil eins og frægt er orðið fyrir löngu.

„Það er þessi saman­burður við Díönu. Þetta var auð­vitað brúð­kaup aldarinnar og við vildum öll trúa á þetta ævin­týri og svo kemur þessi ljóta norn og eyði­leggur þetta, en hún náttúru­lega gerir það ekkert,“ segir Þórarinn.

„Þau eru í rauninni full­komin fyrir hvort annað, Karl og Kamilla,“ skýtur Guð­ný inn í. „Miðað við hve margir hafa hatað hana er ó­trú­legt hvað það hefur verið tekið vel á móti henni núna.“

Hlusta má á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er mættur á Spoti­fy undir merkjum Bíó­varpsins.