Leikkonan Keira Knightley segir vera fréttafíkill, en hafi tekið sér hlé frá því að lesa fréttir eftir að hún eignaðist dóttur sína fyrir sex vikum síðan. Knightley, sem leikur uppljóstrarann Katharine Gun í nýrri kvikmynd, Official Secrets, sagði í viðtali við Sky News í dag að hún sökkvi sér vanalega í fréttalestur um allt milli himins og jarðar.

„Ég er algjör fréttafíkill. Svo þegar dóttir mín fæddist, fyrir sex vikum, hef ég látið af þessari fíkn að miklu leyti. Það er reyndar fínt, miðað við það sem gengur á í heiminum núna.“

„Það er eiginlega þægilegt að vita ekki allt,“ segir hún, og bætir við að hún horfi frekar á matreiðsluþætti um þessar mundir. „Ég er að horfa á alla þættina af Bake Off frá byrjun. Það er það sem ég vil. Bara bakstur. Það er alveg nóg fyrir mig núna,“ segir Keira, og hlær.

„Svo tekur fréttafíknin ábyggilega aftur við.“