Finnska bakaríið Rönttösrouva, sem staðsett er í Helsinki, hefur þurft að róa lífróður upp á síðkastið til að reyna bjarga fyrirtækinu á tímum samkomubanns og sóttkvíar.

Bakaríið hefur náð að halda sér uppi með heldur betur frumlegum aðferðum og óvenjulegum hugmyndum en vinsælasta varan þeirra er nú salernisrúllutertan.

Tertan er afar raunveruleg eftirmynd af klósettpappír og er með ástaraldin-frauðbúðingi í miðjunni með hvítu kremi og að því er virðist marsípan að utan. Eflaust er verið að gera grín að hinum milka klósettpappírsskorti sem hefur komið upp víða um allan heim vegna þess hve margir hamstra pappír í kórónaveirufaraldrinum.

Ein rúlluterta kostar 49 evrur og er fyrir 8 manns. Eftir að bakaríið birti fyrstu myndina af salernisrúllutertunni fengu þau ótalmargar pantanir og endalausar fyrirspurnir. Þá er óhætt að segja að salernisrúllutertan sé orðin einn vinsælasti eftirréttur Finna.

View this post on Instagram

MAUKKAITA TERVEISIÄ TURKUUN! Olemme saaneet paljon kyselyjä ympäri Suomea, miten ihmeessä saisimme kakkuja myös tänne. Joten... Haluatko meidän Turkuun torstaina 26.3.? Nyt se on mahdollista! Matkalla Helsingistä pysähdymme myös Somerolla. Miten tämä onnistuu? Laita meille meiliä osoitteeseen tilaukset@ronttosrouva.fi ja mielellään aihekenttään "TURKU". Meilissä arvostamme tietoja: - nimi - osoite, johon toimituksen haluat - puhelinnumero, josta kuskimme sinut tavoittaat - meiliosoite, johon voimme ennakkolaskun toimittaa WC-paperirullakakku on 49€ ja kuljetus 15€ kotiovelle. Somerolla matkustamme varmasti, Turkuun tulemme, kun tilauksia on 6 kappaletta. #turku #tueyrittäjää #rönttösrouva #somero #wcpaperirullakakku #vessapaperikakku #gluteeniton #passionhedelmä #passion #kaura #nam #🧻

A post shared by Rönttösrouva (@ronttosrouva) on