Þátta­stjórn­endur drama­þáttanna um bresku konungs­fjöl­skylduna, The Crown, eiga í stökustu vand­ræðum með að finna leikara til að leika ungan Harry Breta­prins. Þetta er full­yrt í um­fjöllun breska götu­blaðsins The Sun.

Þar segir að á­stæðan sé sú að skortur sé á ungum rauð­hærðum leikurum í landinu. Í­hugi stjórn­endur nú að grípa til ör­þrifa­ráða; það er að lita ein­fald­lega hárið á ein­hverjum stráknum sem verður ráðinn til að leika unga prinsinn í fimmtu seríu Net­flix þáttanna vin­sælu.

„Stjórn­endurnir gera ó­trú­legar kröfur til þeirra sem ráðnir eru sem leikarar,“ segir heimildar­maður breska miðilsins. „Þannig að sá sem er ráðinn þarf að tikk­a í ansi mörg box. En þegar það kemur að hlut­verki hins unga Harry þá eru þeir að spá í allra mikil­vægasta boxinu.“

Hann segir það hafa verið ó­trú­lega erfitt. Enn hafi enginn verið ráðinn til að leika kappann sem barn. „En þeir eru stað­ráðnir í því að ráða réttan leikara og í­huga allt sem í boði er í stöðunni til að láta hann líta út eins og hann á að líta út,“ segir heimildar­maðurinn.

Harry verður á aldrinum sex til 13 ára gamall í seríunni, sem verður sú fyrsta þar sem til hans sést í lengri tíma. Í fjórðu seríunni sást rétt svo í hinn sex ára gamla Arran Tin­ker í hlut­verki prinsins, sem er með ljóst hár.

Þá mun hin 30 ára gamla Eliza­beth Debicki taka við hlut­verki Emmu Corrin, sem er 25 ára, og leika Díönu. Hinn 51 árs gamli Dominic West mun koma í stað hins 31 árs gamla Josh O' Connor til að fara með hlut­verk Karls Breta­prinsar.