Notkun inter­netsins er fyrir löngu orðinn dag­legur hluti lífs lang­flestra Ís­lendinga. Á netinu er þó auð­velt að hlaupa á sig, gera mis­tök og birta hluti á röngum stað og svo fram­vegis.

Ís­lendingar hafa í dag og í gær hlegið dátt með hjúkrunar­fræðingnum Guð­rúnu Kristins­dóttur sem í gær bauð ó­vart rúm­lega hundrað þúsund manns í sauma­klúbbs­hitting á föstu­dags­kvöldið þegar hún setti færslu í vit­lausan Face­book hóp.

Þar er ef­laust um að ræða fyndnustu inter­net­mis­tök Ís­lands­sögunnar en Frétta­blaðið á­kvað að grípa gæsina og líta til baka um farinn veg og skoða önnur fyndin, og/eða vand­ræða­leg, mis­tök sem Ís­lendingar hafa gert í með­ferð inter­netsins.

Aug­lýsti BDSM partý í nafni björgunar­sveitarinnar

Björgunar­sveitar­maðurinn Magnús Örn Hákonar­son fékk heldur betur að kynnast því hvernig það er að vera að­eins of fljót­fær á inter­netinu í fyrra þegar hann bjó til Face­book við­burð fyrir BDSM partý í nafni Hjálpar­sveita skáta í Kópa­vogi.

„Hver hefur ekki lent í því að senda skila­boð eða snap á ein­hvern rangan aðila? Þetta hitti bara á ranga síðu,“ sagði Magnús við Vísi og var gert stólpa­grín að mis­tökunum í ára­móta­skaupinu í fyrra. Stjórn HSSK þurfti reyndar að minna fé­lags­menn á siða­reglur fé­lagsins og fannst henni við­brögðin við mis­tökunum jaðra við ein­elti.

Magnús hljóp á sig.
Fréttablaðið/Pjetur
Virða takmörk annarra.
Fréttablaðið/Skjáskot

Ritstjórinn birti mynd af sér berum að ofan

Fjöl­miðla­maðurinn Sigur­jón M. Egils­son gekk í klúbb þeirra sem gert hafa fljót­færnis­mis­tök á netinu þegar hann birti mynd á vefmiðlinum sínum midjan.is sem hann hafði tekið af sjóvnarps­skjá af fundi Al­þingis

Það væri ekki í frá­sögur færandi ef ekki væri fyrir þá stað­reynd að spegil­mynd Sigur­jóns var nokkuð greini­leg. Sigur­jón sést þar nokkuð létt­klæddur og með rauða der­húfu á höfði, en hann hefur lík­lega fengið á­bendingar um ó­heppi­lega mynd­birtingu, því hann skipti út um­ræddri ljós­mynd fyrir aðra hlut­lausari.

Menn þurfa stundum að redda sér.
Fréttablaðið/Skjáskot

Sendi fjöl­miðlum tvisvar ó­um­beðinn tölvu­póst

Árið 2011 hljóp Bjarni Harðar­son á sig við við­kvæm tölvu­póst­sam­skipti. Bjarni var þá upp­lýsinga­full­trúi í land­búnaðar-og sjávar­út­vegs­ráðu­neytinu og sendi póst á alla fjöl­miðla, sem ætlaður var sam­starfs­manni í ráðu­neytinu. Efni póstsins var á­bendingar vegna frétta­til­kynningar sem til stóð að birta á vef ráðu­neytisins.

Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Bjarni fór ó­var­lega með tölvu­póstinn en árið 2008 var Bjarni þing­maður Fram­sóknar­flokksins og sendi hann tölvu­póst sem ætlaður var að­stoðar­manni sínum á alla fjöl­miðla. Efni póstsins var beiðni til að­stoðar­mannsins um að senda fjöl­miðla­mönnum af­rit af bréfi til Val­gerðar Sverris­dóttur, flokk­systur hans og til­raun til að vega að henni úr laun­sátri.

Sagðist Bjarni við til­efnið alveg kunna á Out­look. Tók samt fram að hann hefði ekki verið að nota um­rætt for­rit en vildi ekki segja til um hvaða for­rit það var sem hann nýtti.

Bjarni sagðist alveg kunna á Outlook.
Fréttablaðið/Samsett/Getty

DV fréttin sem hvarf

DV var harð­lega gagn­rýnt fyrir frétt sem birtist á vefnum í stundar­sakir af Ás­mundi Einari Daða­syni, fé­lags­mála­ráð­herra, þann 8. desember í fyrra, áður en hún var tekin niður. Fyrir­sögn fréttarinnar var „Ás­mundur Einar Daða­son á mynd­bands­upp­töku þar sem rætt var á klám­fenginn hátt um er­lendan leik­mann.“

Andrés Magnús­son, blaða­maður á Við­skipta­blaðinu, gagn­rýndi DV harð­lega fyrir vinnu­brögðin. Sagði meðal annars að ef heimildir hefðu brugðist, ætti miðillinn ein­fald­lega að greina frá því. Enginn hefði hugmynd um hvað væri rétt eða rangt í fréttinni. For­svars­menn miðilsins voru ekki nógu fljótir að taka fréttina niður en skjá­skot af fyrir­sögninni fór í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum.

Sagði Justin Timberla­ke ekki geta lifað án Excel skjala

Marta María Jónas­dóttir, blaða­maður á mbl.is, hljóp á sig árið 2012 þegar hún þýddi er­lenda frétt af stjörnu­hjónunum Jessi­ca Biel og Justin Timberla­ke. Upp­runa­leg fyrir­sögn var ein­fald­lega „Gæti ekki lifað án excel-skjala“ og fjallaði fréttin um meint um­mæli Biel um eigin­manninn og hvernig hann elskar Excel.

Hið rétta var auð­vitað að Biel vildi meina að eigin­maður sinn væri afar fjöl­hæfur og skaraði raunar fram úr flestu því sem hann tæki sér fyrir hendur.

Marta viður­kenndi raunar mis­tökin,birti aðra fréttog bauð einum heppnum les­enda upp á nám­skeið í Excel, að minnsta kosti í gríni. Sagðist samt ekki getað lofað því að sjálfur Justin Timberla­ke yrði við­staddur.

Fréttablaðið/Skjáskot