Aldrei hefur verið jafn mikið úr­val af úr­vals jóla­gríni og í ár en eins og allir vita er mikil­vægt að geta hlegið að­eins af jóla­ndanum sem hel­tekur lands­menn í desember. Til að koma sér í jóla­gírinn hvetur Frétta­blaðið les­endur sína til að taka sér pásu frá jóla­stressinu og gráta úr hlátri með gleði í hjarta á einni, eða fleiri, af þessum stór­kost­legu jóla­sýningum.

Hei­lögustu mínar: Jóla­krafta­verk – 13. desember

Jóla­krafta­verk ársins birtist ykkur í formi uppi­stands­sýningunni Hei­lögustu mínar í Tjarnar­bíó. Þar er á ferð uppi­stands­hópurinn Fyndnustu mínar, sem sam­settur er af þeim Lóu Björk Björns­dóttur, Rebeccu Scott Lord og Salvöru Gull­brá Þórarins­dóttur. Þær verða með sér­staka jóla­sýningu þar sem uppi­stand blandast tón­list, dansi, tró­píkalskri sviðs­mynd og fleira.

„Hver kannast ekki við að gráta í Mela­búðinni korter í lokun á að­fanga­dag vegna þess að það er ekki til rétta tegundin af grænum baunum? Höfum við ekki öll drukkið okkur full á Þor­láks­messu bara til að vakna með enn­þá meiri kvíða en vana­lega á að­fanga­dag? Svo kannski finnst sumum jólin bara næs og ekki stressandi, og við trúum að það fólk sé mögu­lega ekki að ljúga,“ segir í lýsingu sýningarinnar.

Mynd/Facebook

Há­tíðar- og að­ventu þriðju­dags­kvöld með Tví­höfða – 17. desember

Þriðju­dag­kvöldin með Tví­höfða hafa svo sannar­lega slegið í gegn um allt land og nú ætla þeir fé­lagar að ljúka árinu með pomp og prakt og minna lands­menn á að það má líka fagna að­ventunni á þriðju­dags­kvöldum.

Á þessari að­ventu­há­tíð munu þeir Jón Gnarr og Sigur­jón Kjartans­son bjóða uppá sér­staka há­tíðar­dag­skrá og sér­stakir leyni­gestir munu láta sjá sig. Þá munu verða sagðir brandarar, tón­list mun hljóma, leik­þættir verða sýndir og að sjálf­sögðu verða tíð ræðu­höld.

Mynd/Facebook

Jóla­tón­leika Bagga­lúts 2019 – 13 til 21. desember

Enn á ný leggja Bagga­lútur og fé­lagar undir sig Há­skóla­bíó til að spila á sí­vin­sælum jóla­tón­leikum sínum fjór­tánda árið í röð. Um er að ræða 18 tón­leika sem fram fara í desember.

Fé­lagarnir munu syngja gömlu lummurnar í bland við glansandi ferska smelli. Jóla­stór­sveit Bagga­lúts lætur sig ekki vanta og það hefur spurst út að leyni­gestir séu ekki af verri endanum í ár. Allt sem þú þarft til að koma þér í klikkaðan jóla­fíling.

Mynd/Facebook

Jóla­sýning svansins – 19. og 20. desember

Svanurinn stendur fyrir jóla­sýningu fimmta árið í röð, um er að ræða spuna­hóp sem saman­stendur af ein­hverjum reynslu­mestu spuna­leikurum landsins. Þeir eru allir með­limir í sýningar­hóp Improv Ís­land. Með­limir Svansins eru að eigin sögn mikil jóla­börn og ætla þeir að gera sitt allra besta til að koma á­horf­endum í jóla­skap þegar mest á reynir, á há­punkti jóla­stressins.

„Stress? Rétt fyrir jólin? Hvernig væri þá að kíkja á jóla­sýningu Svansins og hlæja smá? Svanurinn verður í svaka stuði. Það verða dansar, söngvar og að sjálf­sögðu spuna­grín sem er búið til á staðnum og verður aldrei aftur endur­leikið! Allt getur gerst! Kannski kemur jóla­sveinninn! Kannski verður helgi­leikur! Kannski fá allir pipar­kökur! Kannski fá ekki allir pipar­kökur en geta samt kannski keypt sér pipar­kökur á barnum! Eða kannski verða ekki pipar­kökur á barnum en þá er líka bara hægt að koma með sínar eigin pipar­kökur,“ kemur fram í lýsingu á við­burðinum.

Bur­lesqu­e jól – 29. desember

Á jóla­daginn fimmta sýnir Bur­lesqu­e hópur Ís­land jólin eins og þau hafa aldrei áður sést á Ís­landi. Jóla­englarnir í hópnum Dömur og herra verða í og úr há­tíða­búningi og sann­kölluðu milli­há­tíða­skapi á Gauknum. Hópurinn ætlar sé að eigin sögn og jóla yfir bæði sig og þig. Full­komin sýning fyrir þá sem hafa náð á­tján ára aldri og eru ekki við­kvæmir fyrir dóna­bröndurum.