Ný stikla úr fjórðu seríu af teikni­mynda­þáttunum heims­frægu Rick and Mor­ty kom út í dag en auk þess var til­kynnt að fimm þættir verði gefnir út í einu þann 10. nóvember næst­komandi.

Það þýðir að rúm­lega tveggja ára bið er á enda hjá að­dá­endum þáttanna en síðasta sería kom út haustið 2017. Þættirnir eru úr smiðju þeirra Justin Roiland og Dan Harmon sem tal­setja jafn­framt ýmsar per­sónur og Roiland raunar sjálfur þá Rick og Mor­ty.

Eins og að­dá­endur þáttanna vita vel fjalla þeir um ævin­týri sí­drukkna vísinda­mannsins Rick Sanchez sem ferðast um víddir og al­heima með barna­barninu sínu Mor­ty Smith.

Að­dá­endur hafa alla jafna þurft að bíða nokkuð lengi eftir nýjum þáttum úr seríunni en þeir Dan og Justin hafa lofað að sú bið muni verða æ styttri eftir því sem tímanum líður, virðast þessi nýjustu tíðindi stað­festa það. Sjálfir hafa þeir að eigin sögn gert samning við fram­leiðandann Adult Swim um tugir nýrra sería.

Af nýju stiklunni að dæma geta að­dá­endur látið sig hlakka til en meðal þess sem sést í nýju stiklunni er endur­koma Mr. Mese­eks og þá virðist Mor­ty eignast dreka.