Kynlíf er ein af grundvallar athöfnum mannverunnar. Sumir stunda mikið kynlíf en aðrir stunda lítið en flest eigum við tímabil þar sem við stundum ekkert kynlíf.

Næst þegar þú ferð í gegnum slíka eyðimerkurgöngu eru hér nokkrir punktar til þess að hafa í huga. Því kynlíf er ekki einungis til þess að búa til börn heldur getur það stuðlað að minnkandi streitu og minnkað kvíða.

Þú gætir orðið óhamingjusamari

Þetta er nokkuð augljóst. Kynlíf eykur við framleiðslu heilans á boðefninu Serótónín sem tengist hamingju okkar, bætir skapið og vinnur gegn þunglyndi.

Doktor Mark Lawton sagði meðal annars við dagblaðið Metro að „kynlíf eykur framleiðslu endorfína og annarra boðefna sem auka hamingju okkar. Ef þú hættir að stunda kynlíf er ekki víst að þú fáir sama magn af boðefnum og þannig gætir þú orðið óhamingjusamari.“

En þrýstingur á að stunda kynlíf af félagslegum ástæðum getur einnig haft slæm áhrif.

„Það er mikilvægt að við verðum ekki fyrir þrýstingi að stunda kynlíf“ sagði Lawton einnig „ef þú ert ekki að stunda kynlíf en finnst að þú ættir að vera gera það getur það leitt til óhamingju.“

Óhamingja í rúminu getur leitt til óhamingju í sambandi.
Mynd/Getty

Þú gætir misst kynhvötina

Ef við stundum ekki kynlíf í langan tíma getur líkaminn vanist því að vera án þess. Hann reynir þá að fylla upp í skortinn með öðrum hlutum. Kynlífsráðgjafinn Sari Cooper sagði að „sumir sem sleppa því að stunda kynlíf segja að þeir missa orku og drifkraft." Þeir sem eru vanir því að stunda ekki kynlíf reglulega geta átt erfitt með að byrja á því aftur.

Þeir sem stunda lítið kynlíf geta átt á hættu að missa kynhvöt sína.
Mynd/Getty

Svefninn getur orðið óreglulegri

Sumum þykir þetta ekki augljóst en kynlíf og svefn haldast mikið í hendur. Samkvæmt rannsóknum sleppir líkaminn hormónum eftir að hann fer í gegnum fullnægingu. Hormónin eru meðal annars oxýtósín og prólaktín en þau geta stuðlað að þægilegri og rólyndislegri tilfinningu. Kynlíf minnkar einnig framleiðslu á hormóninu kortisól sem er tengt stressi og kvíða.

Kynlíf getur verið frábær leið til að minnka streitu og kvíða
Mynd/getty

Auknar líkur á hjartasjúkdómum

Það er fátt sem kemur blóðflæðinu eins vel af stað og kröftugt kynlíf. Þrátt fyrir að við getum einnig komið í veg fyrir hjartasjúkdóma með reglulegri hreyfingu getur kynlíf einnig verið góð leið til þess að halda hjartanu heilbrigðu.

Árið 2015 birtist rannsókn sem sýndi að karlmenn sem stunduðu kynlíf tvisvar í viku voru mun ólíklegri til þess að lenda í hjartakvillum en þeir sem stunduðu kynlíf einu sinni í mánuði eða sjaldnar.

Þrátt fyrir að kynlíf sé gott megum við ekki láta kynlífsleysi valda okkur óhamingju.
Mynd/getty

Ónæmiskerfinu gæti farið að hraka

Kynlíf kemur ekki í veg fyrir veikindi eins og kvef eða flensu. En kynlíf getur hjálpað ónæmiskerfinu til lengri tíma litið. Eins og áður segir lækkar reglulegt kynlíf magnið af kortisól sem við framleiðum en það hefur mikið að segja um það hversu oft við verðum veik.

Árið 2004 birtist merkileg rannsókn sem sýndi í munnsýnatöku að þeir sem stunduðu kynlíf reglulega höfðu mun meira magn af mótefnasameindum í munnvatni sínu.