Það er ekki hættulegt að borða matvæli með frostbruna (Freezer burn) en það verður stundum seigt og brauðið lítur einfaldlega illa út að því er fram kemur í bloggi hjá Gæðabakstri.

Það sem veldur frostbruna (Freezer burn) er þegar loft festist í og/eða pokinn er ekki nægilega góður sem tekur raka úr brauðinu. Þetta gerir það að verkjum svæðið verður þurrt og hart. Því lengur sem brauðið er fryst því meiri líkur eru á frostbruna í brauðinu. Til að koma í veg fyrir frostbruna þarf að pakka brauðinu á réttan hátt áður en það er sett í frystinn segir á blogginu.

Hér eru fimm góð ráð fyrir þig svo þú getir notað frystinn með góðum árangri til að frysta brauðin.

  1. Frystu brauðið eins fljótt og hægt er. Best er að frysta nýtt og ferskt brauð eins fljótt og kostur gefst vegna þess að ef þú setur gamalt brauð í frystinn mun það ennþá vera jafn gamalt þegar þú tekur það úr frystinum.
  2. Hafðu brauðið í sneiðum. Það er mjög hentugt að hafa brauðið sneitt í frystinum, því þá getur þú tekið það magn sem þú villt nota hverju sinni.
  3. Lofttæmdu brauðpokann. Ef þú ætlar að frysta brauðið í pokanum sem það kom í þegar þú keyptir það, reyndu eftir bestu getu að taka allt loft úr pokanum, þetta tryggir gæði brauðsins í allt að 4 vikur.
  4. Pakkaðu brauðinu í álpappír. Notaðu álpappír utan yfir lofttæmdan plastpokann ef þú ætlar að geyma brauðið lengur. Álpappírinn tryggir gæði brauðsins í allt að 6 mánuði.
  5. Ekki frysta brauð oftar en einu sinni. Ekki er ráðlagt að frysta brauð aftur, ef það hefur verið tekið úr frystinum áður.

Nánar um bloggið hér.