Elísa­bet II Breta­drottning sótti kirkju í gær ná­lægt sveitar­setri sínu á meðan Filippus prins eigin­maður hennar dvelur á King Edward VII sjúkra­húsinu í London.

Drottningin fór í messu

Að sögn AP frétta­stofunnar er því enn ekki ljóst hvort hinn 98 ára gamli prins og her­togi af Edin­borg, muni dvelja með konungs­fjöl­skyldunni á Sandring­ham sveita­setrinu í Nor­folk, yfir jólin.

Ára­tuga hefð er að Elísa­bet drottning bjóði fjöl­skyldunni að verja jólunum á sveita­setrinu, en þar mun Vil­hjálmur Breta­prins dvelja á­samt Katrínu her­toga­ynju og börnum þeirra og nánustu fjöl­skyldu.

Drottningin hefur ekki breytt út af ára­tuga hefðum og fór að venju í kirkju í gær og mun konungs­fjöl­skyldan einnig sækja messu á jóla­dags­morgun.

Bjó til eftirrétt ásamt fjölskyldunni

Full­trúar Bucking­ham hallar birtu í gær sér­staka há­tíðar­mynd þar sem drottningin bjó til jóla­eftir­rétt með syni sínum, Karli Breta­prins, barna­barninu Vil­hjálmi prins og her­toga af Cam­brid­ge og lang­amma­barnið Geor­ge prins af Cam­brid­ge. Sá stutti er þriðji í erfða­röðinni að bresku krúnunni.

Geor­ge prins er þriðji í erfða­röðinni að bresku krúnunni. Sá orð­rómur hefur gengið að Karl breta­prins muni taka við verk­efnum Elísa­betar móður sinnar, þegar hún verður 95 ára árið 2021. Skrif­stofur konungs­fjöl­skyldunnar hafa þó neitað því og segja að Elísa­bet muni sinna starfi sínu sem drottning á meðan hún hefur heilsu til.

Há­tíðar­myndir konungs­fjöl­skyldunnar má sjá hér að neðan.

Fréttablaðið/GettyImages
Fréttablaðið/GettyImages
Fréttablaðið/GettyImages