Hinn 99 ára gamli her­toginn af Edin­borg, Filippus prins, lést úr elli. Þessu er slegið upp í fyrir­sögn breska götu­blaðsins Daily Mail sem er með dánar­vott­orð hans undir höndunum.

Eins og al­þjóð veit lést her­toginn þann 13. apríl síðast­liðinn. Hann hafði heim­sótt spítala nokkrum sinnum fyrir and­látið en ekki hefur verið rætt opin­ber­lega hvað dró hann til dauða fyrr en nú.

Í um­fjöllun Daily Mail kemur fram að þegar ein­staklingar sem eru yfir 80 ára gamlir láta lífið í Bret­landi er nægi­legt að skrifa á dánar­vott­orðið að við­komandi hafi látist vegna elli.

Segir í um­fjöllun götu­blaðsins að það þýði að ekki hafi tekist að greina neina sjúk­dóma eða meiðsli hjá her­toganum sem leitt hafi til dauða hans. Her­toginn fór í hjarta­skurð­að­gerð einungis nokkrum vikum fyrir and­látið, en það leiddi ekki til dauða hans sam­kvæmt vott­orðinu sem Daily mail hefur undir höndum.