Blaða­maðurinn Gunnar Smári Egils­son minnist Filippusar heitins í langri færslu á Face­book síðu sinni í dag. Filippus prins andaðist í morgun 99 ára að aldri í Windsor kastala en Gunnar segir prinsinn aldrei hafa verið vin­sælan.

„Filippus karlinn var ekki allra. Lík­lega hefur enginn nafn­togaður maður komið jafn oft til Ís­lands án þess að vera kallaður Ís­lands­vinur af nokkrum manni,“ segir Gunnar. Filippus virðist þó hafa borið nokkurn hlý­hug til Ís­lands og þá sér­stak­lega matarins sem honum var boðið upp á hér á landi.

Pönnu­kökur vin­sælar í kastalanum

„Fyrir ein­hverju las ég við­tal við kokk í Balmor­al kastala sem sagði að eftir eina veiði­ferðina til Ís­lands hefði Filippus komið til sín og rétt sér upp­skrift sem hann hafði hripað niður á minnis­blað,“ út­skýrir Gunnar. „Þetta var upp­skrift að ís­lenskum pönnu­kökum, sem eftir þetta var oft og reglu­lega boðið upp á í kastalanum.“

Það hafi sitt að segja að mati Gunnars að Ís­lendingar hafi ekki endur­nefnt pönnu­kökur í höfuðið á drottningar­manninum. „En það var eitt­hvað við Filippus karlinn sem fékk fáa til að tengja við hann. Ég held að á­stæðan sé að hann var eigin­maður valda­konu.“ Slíkir menn njóti engrar virðingar.

Filippus prins var tíður gestur á Íslandi og kom oftar til landsins en Elísabet Bretadrottning. Hér eru hjónin ásamt Vigdísi Finnbogadóttur.
Fréttablaðið/Getty

Aldrei sent prinsinum góða hugsun

Gunnar tekur dæmi um að Hin­rik drottningar­maður sé ekki í há­vegum hafður. „Danir eru til dæmis al­mennt á því að prins Hin­rik sé ekki bara vit­laus heldur hálf­gert ill­menni, montin og til­ætlunar­samur.“

Sjálfur kveðst Gunnar ekki tengja á neinn hátt við Filippus. „Ég hef aldrei sent honum góða hugsun, en ég held hann sé engu verri en hitt fólkið í höllinni,“ bendir blaða­maðurinn á.

Upp til hópa kjánar

„En það má læra góða hluti af vondu fólki,“ bætir Gunnar við. Ekki einungis að ís­lenskar pönnu­kökur séu herra­manns matur heldur einnig góða matar­siði á borð við að gæta hóf­semi milli mál­tíða.

„Af­rek bresku konungs­fjöl­skyldunnar er að þróa lífs­stíl sem tryggir góða líkam­lega heilsu og lang­lífi með hóf­semi í mat og drykk og líkams­rækt sem miðast við hreyfingu innan svita­marka; að hreyfa sig mikið en svitna aldrei.“ Það sé lær­dómur fjöl­skyldu sem hafi lifað við alls­nægtir í margar aldir.

„En ættinni hefur ekki gengið eins vel að þróa lífs­stíl sem styrkir hug, visku og and­legan þrótt. Því miður eru þetta upp til hópa kjánar í vel­við­höldnum hylkjum.“

Filippus karlinn var ekki allra. Líklega hefur enginn nafntogaður maður komið jafn oft til Íslands án þess að vera...

Posted by Gunnar Smári Egilsson on Friday, April 9, 2021